Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Page 47

Eimreiðin - 01.01.1957, Page 47
LAUN ÍSLENZKRA LISTAMANNA 31 geta ekki hlotið sæti í listráði, svo sem skipan þess er ætluð, er það ákvæði til orðið, að þeir listamenn, sem fengið hafa ,aun í 2. flokki 5 ár í röð eða 8 sinnum alls, skuli þaðan af njóta fastra ævilauna. Fyrir fram er auðvitað allt á huldu um skipan listráðs, ef stofnað verður. Hins vegar telur nefndin sjálfsagt, að allir listamenn komi til álita við val manna í það, jafnt og út- hlutun í 2. og 3. flokki. Með þessu er eftir föngum reynt að koma í veg fyrir, að gert sé upp á milli listgreina. Hingað lIl hefur þótt við brenna, að sumar þeirra væru settar skör lægra við úthlutun listamannalauna en gild rök lægju til, og er tími kominn til leiðréttingar á þessu efni. Loks leggur tiefndin áherzlu á, að listræn sjónarmið ein ráði vali manna t Hstráð og úthlutunarflokka. Um 2. gr. Hugmyndin um listráð er ekki ný, og hún er um margt ulitleg. Nefndin taldi ekki rétt að setja inn í frumvarpið 'íkvæði um hlutverk ráðsins, enda var hún sammála um, að ekki bæri að ætla því mörg störf eða tímafrek. Hún gerir þó ’áð fyrir, að menntamálaráðuneytið feli því verkefni með reg,ugerð, sem samkomulag náist um með ráðuneyti og list- táði. Auk þess ætlar nefndin listráði að tilnefna fulltrúa í úthlutunarnefnd (sbr. 4. gr.). Akvæðin um kjör listráðs eru svo ýtarleg, að naumast mun Þörf á skýringum. Fyrirkomulagið kann að virðast flókið fljótt a Htið, en þess ber að gæta, að hér þarf að vanda vel til, þar um verður að ræða framtíðarskipan, sem tryggi hlutaðeig- eudum föst ævilaun án þeirra skilyrða löggjafar og samfélags, sem venjulega eru sett í því sambandi. Hér eiga listræn sjón- armið ein að ráða úrslitum. Reynt er að finna dómbæra og °hlutdræga aðila til að velja innan og utan stofnana sinna 'Uenn, sem kjósa til listráðs, og þannig um búið, að þessir ^enn komi ekki saman á fund, þegar þeir kjósa, og þurfi ekki að verjast neinum áróðri. Þar með er leitazt við að tryggja, eins og unnt er, að annarleg sjónarmið komi hér ekki við s°gu. Enn mun þess lítill kostur að fela hér Jrennan vanda nionnum, sem talizt geta sérfróðir um listir vegna náms eða

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.