Eimreiðin - 01.01.1957, Page 52
36
EIMREIÐIN
skeljar og kuðunga úr Bárarfjöru og jafnvel hörpudisk. Hann
hafði sagt mér frá hafinu þar út frá, og var það eina kynn-
ingin, er ég hafði af leyndardéimum þess og ægileik. Ég átti
alltaf von á einhverju óvæntu og spennandi í sambandi við
þennan rauðskeggjaða, herðabreiða og hláturmilda alúðarvin
fósturforeldra minna, og ég leit á hann sem minn einkavin
þær stundir, sem hann eyddi á okkar heimili.
Þegar ég sat á hné hans, þá varð ég að vera var um mig.
Þessir vaðmálssnjáðu löturlegu hnjákollar gátu snögglega orð-
ið að frísandi fákum. Þá tók ég bakföll, og stundum var ég
að því kominn að steypast af baki, en ég vissi, að í því efni
var í sannleika ekkert að óttast. Þó að stirðlegur handleggur
í hrjúfri ermi virtist liggja yfir mig af vana, en engri þörf,
þá fann ég, að liann brást aldrei, ef hallaði á fyrir mér í
jafnvægisþrautinni við hnjákollinn. En þá gat það komið
fyrir, að hið lausa tak endaði í kitlandi þrýstingi einnar
vægðarlausrar löngutangar í minni beinaberu hjartagróf, og
þá var lífið bæði súrt og sætt, og þó fremur súrt, ef á þeirri
stundu fylgdi reykjarstroka í andlitið á aflvana drengsnáða
í hörðum handarkrika, sitjandi á hverfulu hné. Bak við eftir-
væntinguna og óvissuna í stundarleik við þennan þykkvaxna
mann leyndist vissa um, að allt færi í raun og veru vel, — hlyti
að fara vel að lokum.
í fáum orðum sagt, ég unni Sigurði í Bár eins og hann var
og hlaut alltaf að verða, með sitt rauða skegg og sína látúns-
slegnu pípu, í sinni brúnköflóttu vaðmálsstórtreyju. Allt, sem
hann sagði og gerði, var mér eins konar árétting á vissunni
um stöðugleik tilverunnar. Litlar gjafir, þegnar af þessum
manni, voru mikils virði, þó ekki væri nema tómur eld-
spýtnastokkur með hvítabjarnarmynd eða baukur undan Moss
Ross. Já, það var allt óvenjulegt við þann mann.
Jafnvel eftir að ég var orðinn of stór til þess að sitja löng-
um stundum á hné hans, hafði nærvera hans, tillit og skraf
falið í sér óþrotlegt efni til ánægjuauka og umhugsunar.
Það var liðið fast að náttmálum þetta kvöld. Búið var að
meta og vega heybirgðir og heilsufar á mönnum og skepnum
þeim megin í dalnum, sem Sigurður hafði lokið ásetningi,
)
1