Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Qupperneq 52

Eimreiðin - 01.01.1957, Qupperneq 52
36 EIMREIÐIN skeljar og kuðunga úr Bárarfjöru og jafnvel hörpudisk. Hann hafði sagt mér frá hafinu þar út frá, og var það eina kynn- ingin, er ég hafði af leyndardéimum þess og ægileik. Ég átti alltaf von á einhverju óvæntu og spennandi í sambandi við þennan rauðskeggjaða, herðabreiða og hláturmilda alúðarvin fósturforeldra minna, og ég leit á hann sem minn einkavin þær stundir, sem hann eyddi á okkar heimili. Þegar ég sat á hné hans, þá varð ég að vera var um mig. Þessir vaðmálssnjáðu löturlegu hnjákollar gátu snögglega orð- ið að frísandi fákum. Þá tók ég bakföll, og stundum var ég að því kominn að steypast af baki, en ég vissi, að í því efni var í sannleika ekkert að óttast. Þó að stirðlegur handleggur í hrjúfri ermi virtist liggja yfir mig af vana, en engri þörf, þá fann ég, að liann brást aldrei, ef hallaði á fyrir mér í jafnvægisþrautinni við hnjákollinn. En þá gat það komið fyrir, að hið lausa tak endaði í kitlandi þrýstingi einnar vægðarlausrar löngutangar í minni beinaberu hjartagróf, og þá var lífið bæði súrt og sætt, og þó fremur súrt, ef á þeirri stundu fylgdi reykjarstroka í andlitið á aflvana drengsnáða í hörðum handarkrika, sitjandi á hverfulu hné. Bak við eftir- væntinguna og óvissuna í stundarleik við þennan þykkvaxna mann leyndist vissa um, að allt færi í raun og veru vel, — hlyti að fara vel að lokum. í fáum orðum sagt, ég unni Sigurði í Bár eins og hann var og hlaut alltaf að verða, með sitt rauða skegg og sína látúns- slegnu pípu, í sinni brúnköflóttu vaðmálsstórtreyju. Allt, sem hann sagði og gerði, var mér eins konar árétting á vissunni um stöðugleik tilverunnar. Litlar gjafir, þegnar af þessum manni, voru mikils virði, þó ekki væri nema tómur eld- spýtnastokkur með hvítabjarnarmynd eða baukur undan Moss Ross. Já, það var allt óvenjulegt við þann mann. Jafnvel eftir að ég var orðinn of stór til þess að sitja löng- um stundum á hné hans, hafði nærvera hans, tillit og skraf falið í sér óþrotlegt efni til ánægjuauka og umhugsunar. Það var liðið fast að náttmálum þetta kvöld. Búið var að meta og vega heybirgðir og heilsufar á mönnum og skepnum þeim megin í dalnum, sem Sigurður hafði lokið ásetningi, ) 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.