Eimreiðin - 01.01.1957, Page 55
VEGIR GUÐS ERU ÓRANNSAKANLEGIR 39
felast undandráttur viðhlítandi skýringar á hinu undarlega
ierðalagi skýjanna, en þar við sat. Þó var mér alltént ijóst,
að þau hlytu að fara yfir Bárarbæinn, og með skýjunum litlu
°o léttfleygu sendi ég kveðju til vinar míns Sigurðar, sem
beið heimkomu sonar síns þarna úti við hafið.
°g dagai'nir liðu.
Sunnanþeyr í lofti, og sólríkur dagur leið að nóni. Ég stóð
uPpi á Náttmálaklöppinni fyrir norðan bæinn og leitaði hafs-
augans. Þá sá ég hvar mennirnir komu neðan flárnar utan
nieð hallinu og ráku kindahóp. Mér var vel ljóst, hvernig
astatt var um þetta ferðalag manna með kindur, svo snemma
a vori. Það voru einhverjir af bændunum neðan úr dalnum
ineð gemlingana sína. Þeir ætluðu að sleppa þeim á fjöllin,
1 Sandabrotin suður af Skarðshnjúk. Fóstri minn hafði átt
v°n á ferðum þeirra með geldféð sitt, því að margir voru
orðnir heygrannir, og þótt gróðurlaust væri með öllu niðri
1 sveitinni, vissu þeir að sandnálin var farin að grænka í brot-
unutn.
b-g hljóp í bæinn til þess að segja fóstru minni tíðindin.
Aðkomumenn staðnæmdust með fjárhópinn á hallinu neð-
an við túnið og komu svo heim til bæjar.
Ég bar kennsl á suma gestanna og þekkti nöfn þeirra. Þeir
böfðu komið í Kverk í fjárleitum um haustið og sumir þeirra
* fjallrekstrum vorið áður.
Fóstri minn stóð úti á hlaði og heilsaði komumönnum.
Éauð hann þeim síðan í bæinn upp á hressingu. Það var fast-
Ur siður þeirra, er voru að fara á fjall, að koma í Kverk, af-
skekkta heiðarkotið, sem var óðal fóstra míns.
Eg hafði hálfpartinn vænzt þess, að Sigurður í Bár kynni
að vera meðal þessara manna, þrátt fyrir það að fóstri minn
bafði sagt mér, að hann ræki aldrei geldfé sitt upp í Sanda-
brot. Sigurður þurfti þess ekki með. Beitifjaran á Bárarflös-
um var örugg og óbrigðul, þegar veður leyfðu.
Ég fylgdist með gestunum í bæinn, en það var ekki komið
suðuhljóð í ketilinn fóstru minnar. Veðrið lokkaði út, sól og
°g sunnanblær, lindaniður og lækjahjal. Ég hafði verið að
gera merkilegar áveitur rétt fyrir neðan Lækjarhúsið, og þar
þurfti stöðugt eftirlit, ef lækurinn átti ekki að eyðileggja fyr-