Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Page 59

Eimreiðin - 01.01.1957, Page 59
VEGIR GUÐS ERU ÓRANNSAKANLEGIR 43 við glaðzt af því, að hann hefur endurheimt drenginn sinn. Hann fékk Ásbjörn til sín í vor eins og hann vonaði. Hrengurinn leit upp. Röddin var svo þehnjúk og hlý. Öryggi 0g friður læstist um hnokkann, er stóð við fang fóstra síns. — Það var þögn.----Þeir ræsktu sig, og það var strok- ið fingrum um vanga. Svo leiddust þeir heim bæjarhólinn, tveir menn á kyrrum aftni. Sólin var að setjast bak við Ófæruklakka og varpaði rauðu skini yfir glampandi flár og svelluð höllin. Það var útlit i\iit frost með kvöldinu. Aldarþriðjungur er liðinn. Bárin og Kverkin eru báðar í eyði. í dalnum býr eitthvert fólk ennþá, en ég þekki það ekki. Nú tínir enginn á Bárarfjörum hörpudisk eða gimburskeljai til þess að færa litlunr dreng, sem heima á frammi í dalkveik- inni, og nú er enginn lengur til að bjarga fé nágrannans af flæðiskerjum á Bárarflösum, — en kannski eru nágrannarmr Hka fluttir á brott. Ekki varð ég bóndi í Kverk. Eg íói á ,flæking, þegar fóstri minn dó, fermingarvorið mitt, og það er langt síðan ég hef komið heim í Austurdal. Vafalaust reka Austurdalsbændurnir geldfé sitt ennþá fram í Sandabrot í biiðju vikunni, en það heyrist ekki framar suðuhljóð í katl- ittum í Kverk, og bráðum gleymist, að þar var búið. Og hver veit þó? Stundum kemur það fyrir, þegar fyrsta lóan er komin og ioysa tekur snjóa úr Austurdal, að mér þykir sem ég eigi úrengjunum þá skuld ógoldna, að þeir fái að standa í spoi- unum mínum á Náttmálaklöppinni í Kverkartúnb og fylgjast nteð eltingaleik skýjanna á leið sinni norður yfir dalinn, út í hafsauga. — Á klöppinni, þar sem ég stóð forðum í fangi fóstra míns, er ég fann fyrsta aðdragandann að þeim óbifan- iegu rökum til huggunar mannlegri sorg, — að guðs vegir eru órannsakanlegir.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.