Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Page 66

Eimreiðin - 01.01.1957, Page 66
50 EIMREIÐIN veit, hafa íslenzkir menn tekið sér fram um kynningu rúm- enskrar listar. En félag, sem hafi að hlutverki kynningu og samstarf íslendinga og Færeyinga, er hér ekki til! Við íslend- ingar höfum þó átt við að stríða erlent vald, og við höfum orðið þess áþreifanlega varir, að íslenzkar bókmenntir gjalda þess ærið mikið erlendis, að þær eru ritaðar á máli, sem að- eins sárfáir erlendir menn geta lesið og ennþá færri kunna til þeirrar hlítar, að þeir geti þýtt íslenzkan skáldskap. Við mættum því skilja það betur en aðrar þjóðir, hvað færeysk menning á við að etja. Þá virðast og hin nánu skyldleika- tengsl færeysku þjóðarinnar við þá íslenzku og enn frekar sú staðreynd, að færeyska er svo lík íslenzkunni, að hver fslend- ingur sem vill, getur lesið færeyskar bókmenntir sér að gamni og gagni, vera gild ástæða til þess, að við sýnum færeysku þjóðinni og menningu hennar ræktarsemi, og loks er enginn vafi á því, að menningarleg samskipti við Færinga og náin kynni af þeirra sérkennilegu og um leið með ólíkindum grózkuríku menningu, mundu frjóvga og styi'kja íslenzkt menningarlíf. Hér þarf að stofna félag, sem hafi á hendi forystu um menningarlega samvinnu þessara tveggja nákomnu þjóða. Það félag á meðal annars að gefa íslenzkar bækur í bókasöfn helztu bæjanna í Færeyjum. Það á að korna því til leiðar, að hingað komi færeysk skáld og menntamenn, flytji hér erindi, kynnist landi og þjóð og nái að tengjast íslenzkum menningarfröm- uðum böndum kynningar og samstarfs, — og að íslenzk skáld og menningarlegir leiðtogar fari til Færeyja í hliðstæðum tilgangi. Þá væri og tilvalið, að félagið beitti sér fyTÍr, að menn hér, sem skilja gildi færeyskrar menningar og meta sjálfstæðis- og menningarbaráttu Færeyinga, skuldbindi sig til að greiða árgjald, sem fyrir komi bækur, er út séu gefnar á færeysku. Ég þykist viss um, að á íslandi sé það margt manna, sem vilji veita færevsku menningarlífi stoð, ef Jreir eiga þess skynsamlegan og sæmilega auðveldan kost, að jretta gæti orðið færeyskum bókmenntum mjög mikill styrkur. Loks væri það æskilegt, að færeyskum myndlistarmönnum væri boðið að halda hér sýningar — og rirval íslenzkrar myndlistar sýnt í nokkrum fjölmennustu bæjum Færeyja.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.