Eimreiðin - 01.01.1957, Page 73
ÚR FREMRIBYGGÐ OG TUNGUSVEIT 57
í veizlunni, og hafði undirbúningur staðið í marga daga,
kökubakstur og annað. Þetta var stórhátíð hjá okkur krökk-
unum, stöðugt nart í kökur og sælgæti, svo að öll lyst var
horfin, áður en hátíðin sjálf hófst.
Um hádegi tók fólk að drífa að. Komu auðvitað allir ríð-
andi, því að Skagfirðingar fara lítt gangandi á mannamót. Var
þá sprett úr spori, er riðið var í hlað, og klárarnir látnir sýna,
hvað þeir gátu. Loks voru allir komnir, og var þá hringt
kirkjuklukkum mjög lengi og gengið til kirkju. — Eftir lijóna-
' ígsluna hófst svo veizlan með borðhaldi í mörgum stofurn,
hæði niðri og uppi, og stóð lengi. Var etin sætsúpa og steik.
Úín var með mat, og gengu frammistöðumenn um með flösk-
Ur og skenktu í glös og bolla. Stóð borðhaldið fram á kvöld,
því að ekki gátu allir borðað í einu. — Þetta mun hafa verið
snemma sumars, líklega skömmu fyrir slátt, því að ég man
það, að bjart var alla nóttina. — Að borðhaldinu loknu hófst
púnsdrykkja, og var drukkin brúðarskál og ræður haldnai.
Púnsið var drukkið í herbergi því, er nefnt var stofan, en í
öðrum herbergjum var kaffi borið á borð og kökur. Gengu
menn á milli og drukku það, sem hver vildi. Yfir höfuð vai
hófs gætt í víndrykkju. Þó urðu margir vel hýrir og stöku
maður ölvaður. Gleði mikil ríkti, söngur og ræðuhöld, kapp-
1 ;eður og kvæðalestur. Hvergi bar skugga á gleðina, engin
illindi eða ósætti. Ekki var dansað, enda lítið um dans þai
1 sveit á þeim tíma. Mjög margt af boðsgestunum var eldra
iölk, bændur og konur þeirra, en fátt af ungu fólki. — Mín
hezta skemmtun þá nótt var að hlusta á Olaf gamla á Daula.
Hann stóð lengi nætur fyrir utan skemmuvegg og söng sálma,
sstkenndur, og dreypti á hálfflösku af brennivini, sem bruð-
guminn hafði gefið honum. Ólafur þessi kom í allai veizlui,
hoðinn og óboðinn. Hann var meinlaus maður og góður.
Ávallt varð hann vel kenndur á leiðinni í veizlurnar, ein-
Ungis af tilhugsuninni um hinn góða drykk, sem hann átti
von á. - Um miðja nótt lagðist hann út af í grasið, og var
hrekán breitt ofan á hann. Þar svaf hann svo mettur og
fullur.
Þegar leið að morgni, fór svo fólkið að tínast burtu. Kvödd-
Ust nienn og konur með ótal kossum og fögrum orðum og