Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Side 76

Eimreiðin - 01.01.1957, Side 76
60 EIMREIÐIN nú enn á að líta: Stórar, hvítar breiður þokuðust niður haust- dökkar heiðarnar. Það voru fjársöfnin, sem gangnamennirnir voru að koma með óraleiðir ofan úr óbyggðunum. í fyrstu trúði ég varla mínum eigin augum, að allt þetta gæti verið sauðfé. — Þeir rekstrar, sem fjærst voru, virtust kyrrir, svo hægt þokuðust þeir áfram. Það var eins og snjóbreiða á að líta, þúsundir af hvítum kindum. — En safnið, sem var kornið næst, sást vel og hálfhringurinn af mönnum, hundum og liestum kringum það, eins og svartur ormur, þéttastur aftan við safnið, en dreifðari fram með því báðumegin. Sums staðar voru eins og hringiður í þessu lifandi fjárflæmi, þar sem liund- um var sigað, til þess að halda fénu í þéttum linapp. Engin lifandi mynd hefur fest sig dýpra í hugskoti mínu en þessi, er ég leit af Svartárdalsbrún þennan fagra haustdag, er há- degissólin skein yfir hálffölnað landið. Fjöldi manns var kominn að Stafnsrétt, er við náðum þang- að, laust eftir hádegi. — Stóðið hafði verið rekið inn í hina stóru miðrétt, sem var nefnd almenningur, og er líklega nefnd svo ennþá. Konur, börn og unglingar stóðu við réttina eða á réttarveggjunum og horfðu yfir iðandi lirossahafið, grá, brún, rauð, stálgrá, skjótt hross, allt á flugaferð um réttina, en efldir karlmenn glímdu við stóðið, oft tveir og þrír með einn hest. Stóðið var tryllt af liræðslu og fælni, nýkomið ofan úr takmarkalausu frelsi fjallanna. — Það var fögur og æsandi sýn að horfa yfir þetta. — Óp og köll kváðu við, hundgá og hnegg. Sunnan við réttina voru mörg tjöld, veitingatjöld og tjöld gangnamanna, er komnir voru. Auk þess höfðu nokkrir bændur með sér tjöld. Margir voru hýrir af víni, en fáir drukknir — ennþá. — Menn supu á, hver hjá öðrum, tóku í nefið og helltu út í kaffið, sem þeir fengu hjá Margréti gömlu í Stafni, er þarna hafði veitingar. Flestir drukku kaffið undir berum himni, því að rúm var lítið í tjaldinu; aðeins stöku bændur og prestar komu þar inn og drukku kaffi. Krakkar fengu alls ekki að koma nær þessu „allra helgasta“ en að tjaldskörinni. Gamall maður sat þar úti, drakk kaffi og brennivín og sagði sögu um það, er Skagfirðingar og Húnvetningar börð- ust í Stafnsrétt fyrir mannsaldri síðan, þegar hann var ungur.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.