Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Page 78

Eimreiðin - 01.01.1957, Page 78
62 EIMREIÐIN oftar en tvisvar á ári í kaupstað, vor og haust. Á vorin var gaman að sitja niðri í nesi og hitta karlana og fólkið, er það kom úr kaupstaðnum. Okkur var þó bannað þetta, voru taldar sníkjur, — en sannleikurinn var sá, að sjaldan gaf fólkið krökkum neitt, þótt það hitti þá við veginn. En mér þótti gaman að sitja á melnum ofan við göturnar, sjá lestirnar síga fram hjá, heyra fólkið spjalla saman, hlæja og syngja í vor- blíðunni. Eg þurfti ekkert að sníkja, hafði nægta nóg af öllu heima, enda hef alla ævi verið frábitinn því að þiggja veizlur af öðrum. Sennilega eru það áhrif frá föðurgarði, að ég hef megna óbeit á eyðslusemi og veizluhöldum ríkis og bæjar nú á tímum og skil ekki þá mörgu menn, sem stöðugt eru á snöpum eftir þessum illa fengnu kræsingum. Þessi ósiður virðist stöðugt fara í vöxt, og þyrfti nú fátt frekar en að fá sparsama og hófsama stjórnendur hér á landi. Ég tel veizlu- höld liins opinbera oft stappa nærri óráðvendni og á bágt með að skilja þá heiðursmenn, sem fyrir þeirri bruðlan stunda. Mun þetta og almenningsálit — nú orðið. Það er þýð- ingarlaust valdhöfum að predika sparsemi, en ganga svo á und- an öðrum í eyðslusemi. Ég get þessa hér, af því að þannig var sá andi, sem mér var innrættur á æskuárum. Var og æðsti maður landsins, Magnús landshöfðingi Stephensen, mjög til fyrirmyndar í reglusemi og sparsemi, en þetta breyttist fljótt eftir hans valdadaga. Mjög var þó gestrisni mikil og hjálpsemi manna á meðal í Lýtingsstaðahreppi á þeim árum, er ég var á Mælifelli. Var þar mikið mannvel og margt bjargálna manna, en sumir vel efnaðir. Auðugastur þar í sveit var Jóhann Pétursson á Brúna- stöðum. Hann var kominn um sextugt, er ég man fyrst eftir, var hreppstjóri og meðhjálpari. Hann átti nokkrar jarðir, þai' á meðal Reyki í Tungusveit. Þeir faðir minn og Jóhann voru góðir vinir, og taldi faðir minn Jóhann merkan mann. Man ég það, að Jóhann lánaði föður mínum peninga eitt sinn um stund, gegn vægum vöxtum. Einu sinni gaf hann mér 5 krón- ur, er ég færði honum góð tíðindi, og var það mikið fé á þeim tímum. Annar efnaður bóndi var Björn á Sveinsstöðum, af Svaðastaðaætt. Ólafur Briem á Álfgeirsvöllum var sveitar- höfðingi, alþingismaður, sýslunefndarmaður o. fl. Var heimil'

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.