Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Page 81

Eimreiðin - 01.01.1957, Page 81
ÚR FREMRIBYGGÐ OG TUNGUSVEIT 65 þai gestkomandi, er hann veiktist. Var læknir (Sigurður Pálsson) sóttur — og gerði hann holskurð á honum, en Eyjólf- ui dó á 3. eða 4. degi eftir skurðinn. Var það á annað í jólum anð 1897 (26. des.). Eyjólfur var söngmaður ágætur, glaður í und og hinn merkasti maður. Systir hans var frú Björg Binarsdóttir, seinni kona séra Hjörleifs Einarssonar á Undir- felli. Farið var að líða á daginn, er við héldum loks af stað frá Glaumbæ. — Skammt fyrir sunnan Reynistað náði okk- Ul hópur manna. Meðal þeirra var Konráð Magnússon á ^atni, föðurbróðir minn. Reið liann gráum hesti stórum og fallegum, er Starri hét. Faðir minn reið Herði sínum, rauð- Uni klárhesti, viljugum og hinum léttasta grip, en hann lærði aldrei að skeiða, en tölti vel. Móðir mín reið hesti, er Móri J^ét, þægilegur reiðhestur og traustur. Ég held, að ég hafi rið- |ð Brúnku; hún var reiðhestur minn fram til 10 ára aldurs, þ°tt oft kæmi ég öðrum og viljugri hestum á bak. Eg man það enn, að sagt var, er við fórum fram hjá Reyni- stað, að það væri bezta jörðin í sýslunni. Eftir það, ætíð síð- an; llef ég borið hina mestu virðingu fyrir þeim stað og fyrir þeim, er þar hafa búið. Þá bjó þar Sigurður Jónsson, Halls- sonar prófasts, og kona hans Sigríður Jónsdóttir af Djúpadals- ‘ett- En í Djúpadal í Blönduhlíð mun sama ættin hafa búið lengst á sömu jörð í Skagafirði mann fram af manni. Ég hef °ft komið að Reynistað fyrr og síðar og ætíð verið gripinn af líátíðlegri virðingu á þessu forna og nýja höfuðbóli. — En í þetta sinn komum við ekki heim að staðnum, því farið var að Jíða á daginn og kippkorn eftir út í kaupstaðinn. Var nú rið- ið greitt fram hjá Hafsteinsstöðum, Glæsibæ og Vík. Nú blasti sjorinn við og eyjarnar, Drangey og Málmey, og svo Þórðar- höfði. Ég var eins og í leiðslu að horfa á hafið, hið ógnstóra haf, blátt og blikandi í sólskini hásumarsins. Ég hafði aðeins seð það áður af hæðunum fyrir ofan Mælifell, eins og bláa lond í órafjarlægð. Nú átti ég bráðum að komast alveg að N- Hvílíkt ævintýri! Og allt í einu blasti staðurinn við, gul, gi'á og græn hús eða muð, allir litir, liús við hús undir bröttum malarbakka, Krók- 111 inn. Ég lield, að þar hafi þá búið hátt á þriðja hundrað

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.