Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Side 83

Eimreiðin - 01.01.1957, Side 83
ÚR FREMRIBYGGÐ OG TUNGUSVEIT 67 strákanna og óknytti þeirra, sem mér blöskraði svo, að ég stóð agndofa af undrun. - Herskipið Heimdallur (Hejmdal) var víst talsvert öflugt skip, miklu meira tiltölulega á við skip stórþjóða en fleytur þær, er Danir eiga nú og nefna herskip. Danir réðu þá öllu hér á landi, einnig öllum siglingum milli 'anda og við strendur. Oft voru þeir með rembing og yfir- þjóðarbrag. Þó voru til undantekningar, svo sem Hovgaard °g Aasberg, sem lengi voru skipstjórar. — Á Sauðárkróki voru þá fjórar verzlanir, allar danskar. Stefán Jónsson stjórnaði einni, og var hún stærst. Stefán var höfðingi í lund og glæsi- tnenni í sjón. Svo var Popp gamli og sonur hans Kristján, Úalgard Claessen, er síðar varð ríkisféhirðir, fríður maður og gáfaður, kurteis og vinsæll. Þá var Knudsen nokkur, einnig danskur, hafði smáverzlun. Ekki voru kaupmenn fleiri 1893. En nokkru síðar kom Kristján Gíslason frá Eyvindarstöðum, sem lengi verzlaði á Sauðárkróki, og Jóhannes Stefánsson, sem ' erzlaði þar fá ár. Og svo Kaupfélagið, er snemma hof verzlun, fyrst aðeins vor og haust (í kauptíðinni), en fljótt allt árið. A Króknum sátu prestur, læknir og sýslumaður 1893. Fia minni fyrstu kaupstaðarferð man ég bezt eftir þremur mönn- Um (auk þeirra Björns Símonarsonar, Kristínar konu hans og ilaraldar Árnasonar), en það voru þeir Stefán Jónsson, ætíð nefndur faktor, Valgard Claessen og Guðmundur Magnússon lasknir (síðar prófessor) og raunar má bæta þarna við konu hans, frú Katrínu. Það er undarlegt, hve myndir þessa fólks standa ijósar fyrir mér, þótt svo langt sé um liðið og ég væri svo nngur. Þá Guðmund og Claessen sá ég mjög oft löngu síðar 1 Reykjavík, en ég man þá jafnan bezt eins og þeir voru í blóma aldurs vorið 1893 á Sauðárkróki. Svo liðu þessir merkisdagar og um heimferðina man eg ekkert. Hitt man ég, að miklar sögur hafði ég að segja hinum krökkunum, er heim kom, og var ekki dregið úr stórviðburð- Um ferðalagsins. Framh.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.