Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Page 86

Eimreiðin - 01.01.1957, Page 86
70 EIMREIÐIN svip, þegar minnzt er á skírlífi. Enda þótt það muni á engan hátt draga úr gildi eða gæðum þeirra verka, sem þessir höfundar láta frá sér fara, finnast þó eflaust þeir les- endur, sem þurfa nokkurn tíma til þess að venjast hinu nælonkennda gegnsæi skáldsagna þeirra. Sagan gerist í flæmskum smábæ. Aðalpersónan er ung stúlka, innan við tvítugt, Héléne að nafni, sem höfundurinn gerir að sögumanni sínum. Faðir Héléne er sæmilega efnaður ekkjumaður, er tekur upp á því að kvænast Tamöru, sem er nokkrum árum eldri en dóttir hans, en áður höfðu þær verið vinkonur og átt í einhverjum ástarbrellum saman. Fyrri vinátta þeirra snýst nú upp í fæð og hatur Héléne á núverandi stjúpmóður sinni. Faðir stúlkunnar hefur mikinn hug á að verða borgarstjóri, og hin unga kona hans styður liann ótrautt í þeirri ráðagerð. Eitt af því, sem hann gerir til þess að vinna hylli borgaranna, er að fá leikstjóra frá París, Jean Delfau að nafni, til þess að koma og setja á svið gamanleik til ánægju fyrir íbúana. Þessi heims- borgari frá París, sem síðar reynist þó ekkert nema uppskafningur, liefur mikið orð á sér fyrir kven- hylli, og brátt tekst hin bezta vin- átta milli hans og hinnar tilvon- andi borgarstjórafrúar. Héléne verður þessa auðvitað brátt áskynja og hugsar sér að koma fram hefnd- um á Tamöru meðþvíaðvinnasjálf ástir leikstjórans frá París, en fletta jafnframt ofan af upploginni frægð og snilli hans. Hinni ungu, fögru stúlku tekst þetta auðvitað. Hún og Jean Delfau fara saman á dans- leik í gistihúsi í nágrenninu, en síðan tekur hann þar á leigu her- bergi handa þeim. Þar eru glugga- tjöld og rekkjuvoðir allar rauðar að lit. Þetta er því nefnt Rauða her- bergið, og af því dregur bókin nafn. Héléne hefur tekizt áform sitt, en aðeins með því að falla sjálf í eins konar gildru, því að hún kemst ekki hjá því að verða ástmey Jean Delfaus. Hún finnur, að hún er að verða ástfangin, fórnardýr róman- tískrar ástar, en gerir uppreisn gegn þeirri ástríðu, og í og með til til þess að hefna sín á Jean og sjálfri sér gefur hún sig á vald Stanis, sem er að vísu fríður og myndarlegur, en lifir á örlæti þeirr- ar konu, sem fengið hefur það orð á sig að vera Messalína bæjarins. Francoise Mallet-Joris sér mann- legt eðli, ástríður þess og ástir, í gegnum sterkt stækkunargler og segir skýrt og skorinort: „Þetta er það, sem ég sé, þannig lítur lífið út í mínum augum, svona eru ástríður okkar mannanna, þetta eru afleiðingarnar af gjörðum okkar." Hún minnir áþreifanlega á hina flæmsku málara cndurreisnarinnai', sem lýstu náttúrunni og umhverf- inu af mestu nákvæmni og raun- sæi. Frásagnarstíll hennar er mjög ör, en þó skarpmótaður, og hafa sumir gagnrýnendur líkt ritsnilld hennar við verk snillingsins Balzacs og spá henni mikilli framtíð sem skáldsagnahöfundi. Þórðicr Einarsson■

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.