Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Síða 86

Eimreiðin - 01.01.1957, Síða 86
70 EIMREIÐIN svip, þegar minnzt er á skírlífi. Enda þótt það muni á engan hátt draga úr gildi eða gæðum þeirra verka, sem þessir höfundar láta frá sér fara, finnast þó eflaust þeir les- endur, sem þurfa nokkurn tíma til þess að venjast hinu nælonkennda gegnsæi skáldsagna þeirra. Sagan gerist í flæmskum smábæ. Aðalpersónan er ung stúlka, innan við tvítugt, Héléne að nafni, sem höfundurinn gerir að sögumanni sínum. Faðir Héléne er sæmilega efnaður ekkjumaður, er tekur upp á því að kvænast Tamöru, sem er nokkrum árum eldri en dóttir hans, en áður höfðu þær verið vinkonur og átt í einhverjum ástarbrellum saman. Fyrri vinátta þeirra snýst nú upp í fæð og hatur Héléne á núverandi stjúpmóður sinni. Faðir stúlkunnar hefur mikinn hug á að verða borgarstjóri, og hin unga kona hans styður liann ótrautt í þeirri ráðagerð. Eitt af því, sem hann gerir til þess að vinna hylli borgaranna, er að fá leikstjóra frá París, Jean Delfau að nafni, til þess að koma og setja á svið gamanleik til ánægju fyrir íbúana. Þessi heims- borgari frá París, sem síðar reynist þó ekkert nema uppskafningur, liefur mikið orð á sér fyrir kven- hylli, og brátt tekst hin bezta vin- átta milli hans og hinnar tilvon- andi borgarstjórafrúar. Héléne verður þessa auðvitað brátt áskynja og hugsar sér að koma fram hefnd- um á Tamöru meðþvíaðvinnasjálf ástir leikstjórans frá París, en fletta jafnframt ofan af upploginni frægð og snilli hans. Hinni ungu, fögru stúlku tekst þetta auðvitað. Hún og Jean Delfau fara saman á dans- leik í gistihúsi í nágrenninu, en síðan tekur hann þar á leigu her- bergi handa þeim. Þar eru glugga- tjöld og rekkjuvoðir allar rauðar að lit. Þetta er því nefnt Rauða her- bergið, og af því dregur bókin nafn. Héléne hefur tekizt áform sitt, en aðeins með því að falla sjálf í eins konar gildru, því að hún kemst ekki hjá því að verða ástmey Jean Delfaus. Hún finnur, að hún er að verða ástfangin, fórnardýr róman- tískrar ástar, en gerir uppreisn gegn þeirri ástríðu, og í og með til til þess að hefna sín á Jean og sjálfri sér gefur hún sig á vald Stanis, sem er að vísu fríður og myndarlegur, en lifir á örlæti þeirr- ar konu, sem fengið hefur það orð á sig að vera Messalína bæjarins. Francoise Mallet-Joris sér mann- legt eðli, ástríður þess og ástir, í gegnum sterkt stækkunargler og segir skýrt og skorinort: „Þetta er það, sem ég sé, þannig lítur lífið út í mínum augum, svona eru ástríður okkar mannanna, þetta eru afleiðingarnar af gjörðum okkar." Hún minnir áþreifanlega á hina flæmsku málara cndurreisnarinnai', sem lýstu náttúrunni og umhverf- inu af mestu nákvæmni og raun- sæi. Frásagnarstíll hennar er mjög ör, en þó skarpmótaður, og hafa sumir gagnrýnendur líkt ritsnilld hennar við verk snillingsins Balzacs og spá henni mikilli framtíð sem skáldsagnahöfundi. Þórðicr Einarsson■
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.