Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Page 88

Eimreiðin - 01.01.1957, Page 88
72 EIMREIÐIN valinn litlu fyrr. Engum getur dott- ið í hug, að veljendur hafi ekki talið Gest þess verðan að vera með, en hann segir sitt síðasta orð ein- um áratug fyrir aldamótin, og þar skilur milli hans og E. H. Kvarans. Einfaldlega og aðeins vegna þess, að sjaldgæft ártal með tveimur núll- um kemur upp í milli, verður þarna aðskilnaður höfunda, sem flestum hlýtur að þykja óeðlilegur og á sér ekki stoð í neinum merkjalínum, er aðgreini stefnur eða tímabil í íslenzkum bókmenntum. Um tvö sjónarmið var aðallega að ræða við tímatakmörkun svona bók- ar, er teljast mættu eðlileg, og hvor ugt þeirra voru sjálf aldamótin. Annað var að binda sig við þá fjórmenningana og Verðanditíma- bilið, er telja má í rýmri merkingu að sé upphaf nútíma smásagnagerð ar íslenzkrar. Hitt sjónarmiðið, það, er ég hefði fremur talið framkvæm- anlegt til gagngerðrar úrlausnar, var að taka aðeins eftir nútíma höf- unda í þrengri merkingu, þ. e. a. s. þá, sem enn eru á lífi eða innan þeirra aldursmarka að vera enn skrifandi höfundar. Með þeim hætti hefði þetta safn hafizt á Þóri Bergssyni og Jakob Thorarensen, er nýskeð urðu sjötugir. Eru þeir vissulega verðugir til viðmiðunar á þessum vettvangi sem elztir fulltrú- ar nútíma smásagnagerðar í þrengri merkingu. Ef þessi aðferð hefði verið viðhöfð, hefðu fjórir af þeim liöfundum, sem í bókinni eru, fall- ið niður, E. H. Kvaran, Guðmund- ur Friðjónsson, Jón Trausti og Kristín Sigfúsdóttir. Heildarútgáf- ur hafa þegar komið af verkum þeirra allra, og sýnishorn af smá- sögum þeirra í öðrum safnritum og lesbókum. Hefði með þessu fengizt fyllra heildaryfirlit um smásagna- gerð okkar síðustu áratugina en til- tækt var, úr því þetta skyldi inni- falið í einu meðalstóru bindi. Má því telja, að tímaviðmiðun bókar- innar sé út í hött, og fæst því full- nægjandi yfirlit yfir hvorugt áður- nefnt tímabil. Bókin er kölluð sýnisbók, en ekki úrval. Eru vinnubrögð nefndarinn- ar með nokkrum hætti í samræmi við þetta, því að sýnt er, að nefnd- in hefur í sumum tilfellum skotið sér undan því að taka beztu eða jafnvel eina af tveim, þremur beztu sögum höfundar, heldur einhverja meðalsögu eða vel það, sem minna væri þekkt eða þjónaði betur því hlutverki að sýna sérstaka þjóðlífs- mynd eða hætti, sem ekki hafa orð- ið neinum liöfundi úrvalsefni. Það er galli, að veljendur skuli ekki gera neina grein fyrir vinnu- brögðum sínum. Venjulega er litið svo á, þegar um er að ræða bækur af þessu tæi, að valið sé það, er veljanda finnst bezt, eiga hæsta einkunn skilið, — nálgast mest full- komnun. — Þó er frá því skýrt, að 11 af sögunum hlutu atkvæði allra veljenda, fimm sögur hlutu 4 at- kvæði og 4 sögur hlutu 3 atkvæði- Að þessu búnu fékk hver þeirra fimmmenninganna að velja 1 sögu til viðbótar úr hópi þeirra höf- unda, er afgangs urðu. Það er handahófskenndur háttur á svona vinnubrögðum og minnir á marg- umrædda og misjafnt liðna útvarps- þætti, með 20 spurningum og 5 vís- um mönnum, er stundum fá auka- spurningu, ef illa gengur. Þessi vinnuaðferð til að ná úrvali smá- sagna í eitt kann í fljótu bragði að

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.