Eimreiðin - 01.01.1957, Side 89
RITSJÁ
v‘rðast örugg til góðrar úrlausnar,
en þessu fylgja ýmsir annmarkar.
Með þessum hætti verður ekki lögð
* valið sú persónulega alúð, sem
veljanda er nauðsynlegt og eðlilegt
að leggja af mörkum, þegar hann
veit fyrir fram, að hann er jafn
htils ráðandi og þarna er. Hver
þeirra á það alveg undir skafti og
hlaði, hvort hans val hlýtur sam-
þykki annarra nefndarmanna, að-
eins einni sögu fær hann örugglega
ráða, — af úrganginum. Afleið-
ing þessa er auðsæ í ósamræmdu
efnisvali og skorti á persónuleika
frá bókarinnar hálfu, ef svo.mætti
segja, gagnvart efnisvali og listræn-
um vinnubrögðum hinna völdu
höfunda.
Kostir þess, að úrval sé gert af
einum manni (því úrval hlýtur
þetta að teljast með vissum hætti)
eða að hann ráði vali þess í öllum
böfuðatriðum, eru aukin líkindi
fyrir að meiri alúð og vandvirkni
verði lögð í verkið, þar sem hann
er ábyrgur fyrir því. Auk þess hlýt-
ur safnið að fá á sig persónulegan
svip, verða samræmdara til fagur-
fræðilegrar og listrænnar niður-
stöðu, með öðrum orðum bera með
sér augljós merki um hæfni velj-
andans. I>á er hægt að flytja velj-
anda lof eða last, sem ekki verður
gert með sama liætti við nefndina.
Hún getur ekki gefið viðhlítandi
svör við sumum aðfinnslum, því
að hún stendur ekki sem einn mað-
ur að verkinu.
hessar aðfinnslur eru fyrst og
fremst framsettar til að vekja at
hygli á, að þessi starfsaðferð við
úrval slíkt sem þetta er mjög vafa-
söm. £g hefði í sporum nefndar-
ntanna ekki fengizt til að taka það
að mér. Samvizkusömum gagnrýn-
anda á að vera annara en svo urn
skoðun sína og listmat, að hann
vilji eiga það undir atkvæðagreiðslu
annarra, liversu honum beri að
meta eigin skyn og smekk. En ef
þetta ber að skoða sem sýnisbók
eingöngu, en alls ekki urval eftir
listrænu mati, þá er vandi nefndar-
manna minni og allar handaupp-
réttingar afsakanlegri. Þá er höfuð-
markmiðið væntanlega að bregða
upp sem fjölbreyttustum myndum
úr þjóðlífinu öðrum þræði, en á
hinn bóginn að sýna þróun smá-
sögunnar, hafandi þo 1 huga að
minnsta kosti góða meðaleinkunn,
er sagan þyrfti að ná. Þá er aftur
komið að því, að sem slíkt er safnið
of takmarkað og þó þanið yfir of
langt tímabil.
Ef lesandinn á að hugsa sér þetta
sem aðalmarkmið bókarinnar, þá
hefði að flestu leyti verið forvitni-
legra fyrir lesandann, að sögurnar
væru birtar í aldursröð fremur en
höfundarnir. Með þvi fékkst betra
yfirlit yfir þróun sagnagerðarinnar
og jafnframt breytingar á vinnu-
brögðum höfundanna. Óaðgæzla er
það gagnvart lesandanum að geta
ekki, úr hv'aða bókum höfunda sög-
urnar eru teknar eða hvenær fyrst
prentaðar. í svona yfirlitsriti skipt-
ir það máli, hvenær tiltekin saga
birtist fyrst og á hvaða aldursskeiði
höfundur er, þegar hann ritar hana,
- að því leyti sem það verður ráðið
af upphaflegri birtingu hennar.
Áhugamaður í þessum efnum vill
gjarnan vita, hvort saga eftir tiltek-
inn höfund íslenzkan er prentuð
fyrir 3 árum síðan eða 30 árum.
Um það leyti að lesendur eru orðn-
ir með öllu óforvitnir um hluti sem