Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Side 9

Eimreiðin - 01.10.1957, Side 9
EIMREIÐIN Okt. — des. 1957 LXIII. ár 4. hefti 1807 16. nóvember 1957 Jónas Hallárímsson e£tir Finnboga Guðmundsson. Næst jörðinni, sem vér göngum á, er ekkert oss jafnnáið °g andrúmsloftið. Það leikur um oss, vér hrærumst í því, öndum því að oss, sækjum til þess líf og þrótt. Á loftinu verð- um vér aldrei leiðir vegna þeirrar einföldu ástæðu, að vér l°rgum ekki nema nægju vorri af því. Loks er það svo guðs- gefið, að vér þurfum ekki neitt fyrir því að hafa. En í þessu öllu leynist sú hætta, að vér metum það og þökkum ekki ávallt sem skyldi, skynjum einungis óljóst, hvert lán oss er í rauninni léð. Et- því ekki nokkuð líkt farið um Jónas Hallgrímsson? Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur — Þið þekkið fold með blíðri brá — Enginn grætur íslending — Værum vér svipt Jónasi Hallgrímssyni og allri vitund um liann, mundi oss ekki þykja sem tekið væri fyrir kverkarnar á oss? Ekkert íslenzkt skáld hefur runnið þjóð sinni svo í merg °g bein sem Jónas, enginn verið eins kallaður til að tala máli bennar. Orðum Rósaknúts í ávarpi hans til ættjarðarinnar (í kafla þeim úr Ferðamyndum (Reisebilder) Heines, er Jónas Þýddi og birti í Fjölni 1835) fáum vér snúið beint upp á Þýðandann sjálfan: „Geti ég ekki frelsað þig, ætla ég að Irimnsta kosti að hugga þig. Þú verður að hafa einhvern hjá

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.