Eimreiðin - 01.10.1957, Side 15
247
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
NÝ LÖG UM MENNINGARSJÓÐ
OG MENNTAMÁLARÁÐ.
Seinasta Alþingi samþykkti ný lög um starfsemi Menning-
arsjóðs og Menntamálaráðs. Með lögunum voru auknar að
mun tekjur sjóðsins — og starfsemi hans og Menntamálaráðs
gerð víðtækari en áður. Mundi svo mega vænta þess, að starf-
semi þessara stofnana á vettvangi íslenzkra bókmennta yrði
ekki aðeins víðtækari, heldur líka lífrænni, væri til dæmis
sýnd viðleitni í þá átt að kynna og skýra nánar en gert hefur
Verið það bezta og sérkennilegasta í bókmenntum þjóðarinn-
ar frá síðustu áratugum.
A lmenningsb ÓKA SÖFN.
Með lögunum um almenningsbókasöfn var stigið stórt og
nryndarlegt spor á þeirri braut að efla möguleika alls þorra
llranna til kynna af bókmenntum þjóðarinnar, fornum og nýj-
Um, og til þeirrar sjálffræðslu, sem verður að taka við, ef hin
almenna skólafræðsla á að koma að tilætluðum notum.
En öllum, sem stóðu að setningu laganna, var ljóst, að með
þeim væri þessum málum engan veginn gerð fyllstu sk.il, held-
Ur þyrfti þar að koma til lífræn þróun. Nú er svo komið, að
starfandi eru alls 5 bæjarbókasöfn, 9 bæjar- og héraðsbókasöfn
°§ 17 héraðsbókasöfn. Þá eru og ýmist starfandi eða að hefja
starfsemi sína sveitarbókasöfn í öllum hreppum landsins —
að einum þremur undanskildum. Lokið er skráningu margra
safna, en víða er hún hafin. Bókakaup hafa víðast aukizt að
miklum mun, og bókaval er yfirleitt komið í mjög skynsamlegt
lioirf, miðað við aðstæður og fjárhagsgetu. Mætti því ætla, að
þarna væri að vænta heillavænlegrar þróunar.
En frumvarp til laga um almenningsbókasöfn var samið
árið 1954 og tillögur um fjárframlög miðuð við verð á bók-
Urn og vinnu árið 1953. Síðan liafa orðið geipilegar breyting-
ar á verðlagi. Verð nýrra íslenzkra bóka hefur hækkað um
fiO—70 af hundraði og verð erlendra um 25—30 af hundraði.
Eókband hefur hækkað um fjórðung verðs og öll starfræksla
roiklum mun. Hins vegar hafa tekjumöguleikar almenn-
lngsbókasafna alls ekkert verið auknir, og liggur í augum