Eimreiðin - 01.10.1957, Qupperneq 16
248
EIMREIÐIN
uppi, að við svo búið má ekki standa, ef sú æskilega þróun,
sem hafizt hefur, á ekki að stöðvast með öllu.
LISTAMANNALA UN.
Frá því að fyrst var tekið að veita íslenzkum listamönnum
styrki af opinberu fé, hafa verið um það mál mjög skiptar
skoðanir. Þó hefur þróunin orðið sú, að allur þorri manna
hefur fallið frá andstöðu við, að slíkum mönnum sé veitt við-
urkenning af hálfu þjóðarinnar.
Margir munu halda, að listamenn njóti nú hærri launa en
nokkru sinni fyrr, þar eð tekjur ríkisins hafa aldrei verið hlut-
fallslega jafnháar og nú og lífskjör allrar þjóðarinnar eru nú
stórum betri en nokkru sinni áður. En hér skal stuttlega gerð
grein fyrir því, að styrkir og laun til listamanna eru lægri en
þingi og þjóð fannst sæmandi að bjóða á fyrstu áratugum þess-
arar aldar. Kunnugt er, að smátt þótti skammtað, þá er Þor-
steinn Erlingsson hlaut 600 króna skáldastyrk, og sjálfur kvað
hann í háði: „Og sex hundruð krónum svo leikandi list mun
landssjóður tæplega neita.“ En sex hundruð krónurnar mundi
óhætt að margfalda með 50, svo að hliðstæð laun ættu nú að
vera 30 þúsund! Þau laun, sem íslenzk skáld nutu 1913, mundi
mega margfalda með 40, og laun og styrki frá 1933 með 15 —
og mundi þá aðeins tekið tillit til verðrýrnunar íslenzkrar
krónu, en ekki til þeirra breytinga, sem síðan hafa orðið á
lífskjörum þjóðarinnar í heild.
Hliðstæð
Styrkur til skálda 1913:
Einar Hjörleifsson .............. kr. 1200
Guðm. Magnússon (Jón Trausti) . . — 1200
Þorsteinn Erlingsson............... — 1200
Guðmundur Guðmundsson.............. — 1000
Valdimar Briem..................... — 800
Guðmundur Friðjónsson.............. — 600
upphæð 1957
kr. 48000
_ 48000
_ 48000
_ 40000
_ 32000
_ 24000
Styrkur til skálda og rithöfunda 1933:
Einar Benediktsson .................. kr. 5000
Dr. Helgi Pjeturss ................ — 4000
Indriði Einarsson.................. — 3500
Hliðstæð
upphæð 1957
kr. 75000
_ 60000
- 52500