Eimreiðin - 01.10.1957, Side 17
VIÐ ÞJÓÐVEGINN 249
Einar H. Kvaran — 3000 - 45000
Halldór Kiljan Laxness — 2500 - 37500
Sigurður Nordal — 2000 - 30000
Þorsteinn Gíslason — 2000 - 30000
Guðmundur Kamban — 1800 - 27000
Guðmundur Friðjónsson — 1500 - 22500
Jakob Thorarensen — 1200 - 18000
Magnús Ásgeirsson — 1200 - 18000
Unnur Bjarklind (Hulda) — 1000 - 15000
Kristín Sigfúsdóttir — 1000 - 15000
Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti — 800 - 12000
Herdís Andrésdóttir — 500 - 7500
Ólína Andrésdóttir — 500 - 7500
Hver eru svo laun og styrkir skálda og listamanna það
herrans ár 1957?
Heiðurslaun þeirra Davíðs Stefánssonar, Gunnars Gunnars-
s°nar og Halldórs Kiljans Laxness eru þrjátíu og þrjú þúsund
eða lægri en sú upphæð, sem Laxness hlaut 193S, stórum lægri
en skerfur Þorsteins Erlingssonar, Kvarans, Jóns Trausta og
Huðmundar Guðmundssonar 1913 og miklum mun rýrari en
laun Indriða Einarssonar 1933 — hvað þá þeirra, sem voru
°fan við hann. Og fyrsti flokkur, sem gengur næstur heiðurs-
launaflokknum, nýtur nú 19 þúsund króna styrks, annar flokk-
Ur 11500, þriðji 8000 og fjórði 5000! Lækkunin er því geipi-
lega mikil!
En nú munu ýmsir benda á það, að það sé ærið há upphæð,
Sem ætluð sé á fjárlögum ársins 1957 til listamanna — hvorki
meira né minna en ein milljón og tvö hundruð þúsund. En
mundi þetta réttlátt mat? Listamönnum og listgreinum hefur
fjölgað að miklum mun, en tekjuþörfin hefur ekki aukizt
aðeins hlutfallslega, heldur miklu meir, því að kröfur manna
yfirleitt til lífsins eru stórum meiri en þær voru 1913 og 1933.
1 þessu sambandi er og skynsamlegt að athuga, að listamanna-
le fjárlaganna er miklu minni hundraðshluti ríkisteknanna
en Það var 1933. Þá má og bera listamannaféð saman við þær
uPphæðir, sem varið er til stofnana, sem raunar mundu æski-
legar í menningarþjóðfélagi, en varla stórum þarfari en allir