Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Side 21

Eimreiðin - 01.10.1957, Side 21
ÞANGAÐ TIL VIÐ DEYJUM 253 Kettlingurinn litli var orðinn svangur og krafsaði í pils- faldinn konunnar. Þangað til við deyjum, sagði gamli maðurinn. Hann studdi höndum á hnéð, og bréfið titraði milli fingra hans. Skipið kom í höfn á regnþungum morgni. Gamli mað- urinn stóð á bryggjunni, þegar það lagðist að. Það voru marg- ir farþegar og margt fólk komið til að taka á móti þeim. All- lr veifuðu og hrópuðu nema gamli maðurinn. Hann studdist fram á stafprik og skyggndist um, hann kom ekki auga á son S1nn. Það var ekki fyrr en allir farþegarnir voru komnir í ^and, að hann tók eftir manni, sem stóð aleinn við borð- stokkinn og horfði í land. Gamli maðurinn klöngraðist um borð og spurði hann að heiti .... Jú, það var hann. Ert þú einn eftir? Hvar er mamma? Hún hefur ekki getað hreyft sig útúr húsi í tíu ár, hún r^tt staulast milli herbergja. Hún bíður heima. Síðan gengu þeir upp af bryggjunni, stefndu heim. Hann var þögull og fáskiptinn fyrsta daginn, sagði þeim það eitt af högum sínum í tuttugu ár, að hann hefði verið í sigl- lngum og farið um öll heimsins höf. Hann var orðinn fölur °g fyrirgengilegur, gráhærður og þrútinn um hörund; hann hafði misst annað augað og kvaðst hafa slasazt þannig í skip- br°ti. Hann var fátæklega til fara og sagðist hafa orðið að ^eSgja af stað í þvílíkum fljótheitum, að hann hefði ekki get- að tekið neitt með sér af fötum, eignum og peningum. Hvort pau gætu lánað sér skotsilfur, þar til úr greiddist? Hann sPurði einskis um hagi foreldra sinna, en undi sér bezt við ab gæla við kettlinginn. Gömlu hjónin spurðu almæltra tíðinda, hvernig viðraði í ntlöndum og hvort fólk hefði sæmilega upp úr sér. Gamla , °nan staulaðist fram í eldhús og eldaði kjötsúpu, því það arði syninum þótt hnossgæti hér áður fyrr. Og gamli mað- Urinn sagði syni sínum frá aflabrögðum og stjórnmálum. Þau sPurðu ekki margs um liðin ár, ekki svo að skilja, að þau v$ru feimin við þennan son sinn, gráhærðan og eineygðan a hrædd við þá sögu, sem hann kynni að segja þeim; nei,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.