Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Page 26

Eimreiðin - 01.10.1957, Page 26
258 EIMREIÐIN Hörgárdal, Hálfdanarsonar.* — Bróðir Pjeturs í Efra-Ási i Hjaltadal var Jón í Tungu, faðir Guðrúnar móður Pjeturs prófasts á Víðivöllum, föður Pjeturs biskups. Kristín, fyrri kona Pjeturs á Molastöðum — amma dr. Helga — var dóttir Jóns Erlendssonar, bónda á Silfrastöðum Hall- dórssonar bónda í Málmey Ólafssonar. Er hér einnig um að ræða merka bændaætt í Skagafirði og það fólk talið hafa ver- ið mjög glæsilegt. Oddný (f. 1752), fyrri kona Jóns Erlends- sonar, var dóttir Guðmundar bónda á Yztahóli Jónssonar hreppstjóra þar, Halldórssonar, Jónssonar, Jónssonar. Kona Jóns Jónssonar var Katrín Þórðardóttir, bónda á Hurðar- baki í Reykholtsdal, Böðvarssonar prófasts í Reykholti, Jóns- sonar prests þar Einarssonar, Sigvaldasonar langalífs. Móðir Sigvalda var Ólöf Loftsdóttir ríka Guttormssonar á Möðru- völlum. — Móðir Erlendar Halldórssonar í Málmey var af ætt Finnboga lögmanns Jónssonar að Ási í Kelduhverfi. Guðrún, kona Jóns Jónssonar smiðs á Melum, var dóttir Halldórs lögréttumanns Hallssonar í Núpufelli. Hún var sjötti maður frá Þorvarði Loftssyni á Möðruvöllum. Margrét Vig- fúsdóttir hirðstjóra, kona Þorvarðar, átti ættir sínar að rekja til hinna fornu Oddaverja. — Þóra Pálsdóttir, kona Jóns Odds- sonar bónda á Melum, var sjöundi maður frá Þorsteini Eiríks- syni hreppstjóra á Stórubrekku og konu hans Þóru Pjeturs- dóttur. Er frá þeim komin rnerk ætt og fjölmenn. Margir fróðleiks- og lærdómsmenn eru í ætt þessari, er of langt yrði upp að telja. Kona Pjeturs bæjargjaldkera — móðir dr. Helga — var Anna Vigfúsdóttir Thorarensen, sýslumanns í Strandasýslu, fædd 27. marz 1845. Hún var göfug kona og listhneigð, kenndi lengi píanóspil. Móðir hennar, Ragnheiður, var dóttir Páls amtmanns Melsteð. Hann var fimmti maður í beinan karl- * Áður heíur verið talið, að séra Sturla — Smíða-Sturla — liafi verið Vilhjálmsson, en Steinn Dofri ættfræðingur og fleiri telja að hann hah verið sonur Einars bónda Hálfdanarssonar á Arnbjargarbrekku. Má þ;l með nokkurri vissu rekja karllegginn þaðan til Auðkýlunga og Hafliðj Mássonar á Breiðabólstað. En Hafliði var þriðji maður í karllegg Úa Ævari Ketilssyni landnámsmanni í Langadal. — P. E. Ó.: ísl. æv. IV. 6-> bls. 356. Ennfr. E. B.: Lögréttumannatal, bls. 63.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.