Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Side 29

Eimreiðin - 01.10.1957, Side 29
DR. HELGI PJETURSS 261 sumir þeirra hinir færustu menn í vísindagrein sinni. Um vísindalegan árangur þeirrar farar skrifaði dr. Helgi 1898 grein ú dönsku í tímaritið „Meddelelser om Grönland“, en ferðasög- una sjálfa skrifaði hann á íslenzku. Birtist hún í 5. bindi ..Bókasafns alþýðu", er Oddur Björnsson gaf út, ásamt sögu Grænlendinga eftir Finn Jónsson. Sú bók hefur hlotið mikl- ar vinsældir og er fyrir löngu uppseld. Á fyrsta tug þessarar aldar og fram á annan ferðaðist dr. Helgi víða um Evrópu. Hefur hann skrifað mjög fróðlegar og skemmtilegar ferðasögur frá þessum tíma. Er þær flestar að íinna í eldri árgöngum Skírnis. Á víð og dreif í blöðum og Dmaritum íslenzkum frá þessum árum má einnig sjá mikinn ^jölda af ritgerðum eftir hann um margvísleg viðfangsefni °nnur en hin vísindalegu störf, sem hann fékkst þá við. Árið 1904 gaf Þjóðvinafélagið út „Darwinskenning uni uppruna dýrategunda og jurta“, eftir G. Armer Hansen yfir- ^kni í Noregi, í þýðingu dr. Helga. Vakti sú bók á sín- Urn tíma athygli og umtal. Með henni vildi hinn ungi nátt- urufræðingur kynna löndum sínum þessar merku uppgötv- anir, sem hann segir um í formála eftir höfundi, „að ekki §etl sá maður verið fyllilega siðaður, sem alveg sá fávís um Pessi efni.“ Bók þessi er eins og undirstaða þeirra margvíslegu nppgötvana í líffræði, er hann sjálfur gerði og sagt verður að u°kkru frá síðar. Dr. Helgi hafði þegar í æsku eindregið neigzt til og heillazt af náttúrufræði og þegar í lærða skól- anum hafið undirbúning að því að leggja stund á þessi fræði, n^eð því að lesa rit hinna merkustu brautryðjenda og snill- á þessu sviði. ÍV. Þó að hinn vísindalegi árangur Grænlandsferðarinnar væri mikiH, þá fór svo vegna slæmrar aðbúðar og langrar úti- mstar á skipinu, að dr. Helgi beið heilsutjón í ferðinni, sem atnaði aldrei að fullu síðan. Hefur hann sjálfur lýst þessu e tlrminnilega í greininni „Torleiði", í 1. bindi Nýals, en þrátt "rir þann hnekki, sem það heilsutjón bakaði honum, voru rannsóknirnar á Grænlandi aðeins undirbúningur undir aðrar stlerri, sem biðu hans hér á landi. Vorið 1898 kom dr. Helgi

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.