Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Síða 30

Eimreiðin - 01.10.1957, Síða 30
262 EIMREIÐIN heim til íslands, og sumarið 1899 hó£ hann jarðfræðirannsóknir sínar hér. Ætlaði hann í fyrstu að rannsaka forn fjörumörk á Suðurlandi, en eitt sinn, er hann var staddur hjá móbergs- hömrum nokkrum í Hrunamannahreppi, þá opnaðist fyrir honum líking á móberginu og sendnum leir, sem menn vita að er frá jöklum. Þessi líking leiddi til þess, að um sumarið vann hann kappsamlega að sanna þessa tilgátu sína, og það tókst. Var nú vitað, hvers eðlis móbergið er — en um það voru hugmyndir náttúrufræðinga mjög óljósar — og með því gerð höfuðuppgötvun í jarðfræði, sem kollvarpaði eldri hugmyndum. Hefur síðan verið byggt á þessum uppgötvun- um og hann kallaður faðir íslenzkrar jarðfrœði. í ágætri yfirlitsgrein í 1. bindi Nýals bls. 424—428 (önnur útgáfa), dregur dr. Helgi fram aðalatriðin í jarðfræðiupp- götvunum sínum. í upphafi skýrir hann í átta atriðum aðal- hugmyndir náttúrufræðinga á jarðfræði íslands áður en hann hóf rannsóknir sínar. Síðan greinir hann frá helztu niðurstöð- um sínum, einnig í átta atriðum. í niðurlagi nefndrar greinar hvetur dr. Helgi þá, sem við jarðfræðirannsóknir fást, að rann- saka vel þann mun, sem er á gang- eða sprungustefnum í eldri og yngri blágrýtismyndun landsins. Hann telur, að önnur stefna hafi á pleistocenu öld verið á þeim öflum, sem miðuðu að því að brjóta sundur landið, og af því stafi þessi munur. Ennfremur heldur hann því fram, „að framtíðin muni líta svo á, sem nýtt tímabil hefjist í jökulalda rann- sóknum, þegar jarðfræðingar fari að nota þá byrjun, sem gerð liefur verið, og snúa sér að því alvarlega að skoða þá jarð- myndun íslands.“ Hér verður ekki frekar farið út í hinar mörgu og mikln uppgötvanir dr. Helga í jarðfræði íslands, enda ekki á mínu færi. En á það skal benda, að auk ritgerða lians sjálfs uffl þessi efni hefur Jakob H. Líndal á Lækjamóti skrifað glöggva og góða grein í Viðnýal 1942 og eins Jóhannes Áskelsson 1 Náttúrufræðinginn 1942 og 1949, ennfremur Guðmundui Kjartansson o. fl. Hafa þeir Jóhannes og Jakob H. Líndal unnið þarft verk að láta greinum sínum fylgja skrá yfir alh það, sem dr. Helgi hefur skráð um þessi og önnur efni viðs vegar. Veit ég þó vel, að skrá Jóhannesar yfir ritverk dt-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.