Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Side 31

Eimreiðin - 01.10.1957, Side 31
DR. HELGI PJETURSS 263 Helga er langt £rá því að vera tæmandi, enda býst hann ekki við því sjálfur. En hér er auðveldara um að bæta. Af skrá Jakobs H. Líndals í Viðnýal sést, að dr. Helgi liefur skrifað 25 ritgerðir um jarðfræði íslands. Eru þær flestar á erlend- um tungumálum, svo sem dönsku, ensku og þýzku. En dr. Helgi lét ekki þar við lenda að skrifa um þessi efni á erlend- um tungumálum, heldur hélt hann á ferðum sínum í útlönd- um fyrirlestra í vísindafélögum enskum og þýzkum. Svo mik- ið álit hafði dr. Helgi unnið sér erlendis, er hér var komið sögu, fyrir jarðfræðiuppgötvanir sínar, að hinn heimskunni þýzki vísindamaður á sviði jarðfræði og landafræði, prófess- or Pench, vildi styrkja rannsóknir hans með 8000 gullmörk- um. En úr því varð eigi. Jarðfræðirannsóknir sínar mun dr. Helgi hafa stundað nær einvörðungu um rúmlega 10 ára skeið. Má furðulegt heita, að hann skyldi afkasta svo miklu og leiða eins margt í ljós á jafnskömmum tíma og raun ber vitni. Sem augljóst dæmi um framúrskarandi skarpskyggni og athyglisgáfu dr. Helga tek % það, að hann fann fyrstur manna skriðjökla á Heklu. Höfðu þó margir vísindamenn gengið á þetta fræga fjall og ekki slíkt séð. Meira að segja var Heklufjall mælt og mynd- að af hinum dönsku landmælingamönnum, áður en dr. Helgi hafði þangað komið. Árið 1912 birti dr. Helgi síðustu grein sína um jarðfræði- 'egar nýjungar. Annars lagði hann jarðfræði aldrei á hilluna. Álla tíð birti hann við og við greinar um fræðileg efni og þá stundum til varnar þessum uppgötvunum sínum, því enn um skeið efuðust ýmsir um sum atriði þeirra. En nú var hugur- lnn gagntekinn af stærri og víðfeðmari viðfangsefnum. V. Ofsagt er ekki, að dr. Helgi hafi, er hér var komið sögu, l>nnið það afrek, er telja mætti til mikils ævistarfs og halda lnyndi lengi nafni hans á lofti. En þetta var í rauninni und- lrbúningur og eins konar æfing til að leysa ennþá torráðnari gátur. Aðalverkið var óunnið og undirbúning þess þurfti að 'anda sem bezt. Það er eins og vakað hafi fyrir hinum unga ' 'sindamanni að læra þyrfti sem mest, því eftir að dr. Helgi

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.