Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Side 33

Eimreiðin - 01.10.1957, Side 33
DR. HELGI PJETURSS 265 muni vera satt að Kristur hefði, þegar sérstaklega stóð á, get- að lífgað þá, sem nýdánir voru, sakir afburða af lífsmagni og ástúð, og að þetta muni takast að skýra eins og fleira furðu- legt, sem hefur þótt undrun sæta, þegar vísindin verða kom- in nokkru lengra áleiðis en nú er.“ Skýringarinnar þurfti ekki lengi að bíða, því það féll í hlut dr. Helga að leiða í ljós eðli lífsambandsins, sálufélagsins og sarnvitundarinnar, og þetta fékkst með ráðningum á eðli drauma. — Árangur rannsókna hans var þar skjótari og meiri en hann í fyrstu bjóst við. En þetta var mjög erfitt viðfangs- efni, og hafa margir bæði lærðir og leikir glímt við það. Að vísu hafa þeir reynt að ráða þessa erfiðu gátu án arangurs, sem sést bezt á því, hvað niðurstöðurnar hafa verið tómfræði- legar og ósamhljóða. Dr. Helgi byrjar á að athuga muninn á hugsun og draumi. Hann fann þann mikla mun á hugsun og skynjun í vöku, þ. e- hugsa um einhvern hlut og sjá hann. Varð þessi byrjun- arathugun til þess að komast á rétta leið. Næst fann hann, að enginn eðlismunur er á því að sjá og skynja eitthvað í vöku °§ sjá það í svefni — dreyma það. „Draumurinn er líf, Segir hann. Þetta geta allir athugað. — Næsta skref hans í þessum rannsóknum var að finna, að þótt draumurinn sé lif °g skynjun eins og í vöku, þá var það ekki hans eigin skynj- heldur einhvers annars, sem vakir. Þetta atriði liefur þeim, sem rannsakað hafa eðli drauma, yfirsézt. Útlit manna * draumi er allt annað en það er í raun og veru. Sjái mað- þr sjálfan sig í spegli í draumi, er útlitið allt annað. Svefn- inn er því sambandsástand. Sá, sem dreymir, sér og skynjar ^eð annarra skilningarvútum. Sambandsástand þetta er mjög misjafnlega fullkomið, sem veldur oft missýningum í draumi, yegna áhrifa úr vökuvitund dreymandans. Draumgjafa nefn- ir hann þann, sem þannig fæst samband við. Samvitund þessi eða sálufélag er gegnumgangandi náttúrulögmál milli allra Hfandi vera, einnig í vöku, meira eða minna, en þar er það ekki eins greinilegt. í sambandi við þessar rannsóknir veitti dr. Helgi því eftirtekt, að áhrif frá öðrum í vöku ráða, hvernig draumarnir verða, skýrir eða óskýrir, góðir eða illir. Menn- lna> seni þannig ráða því, hvernig draumarnir verða, nefnir

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.