Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Page 35

Eimreiðin - 01.10.1957, Page 35
DR. HELGI PJETURSS 267 jörðu og byggir sér þar nýjan líkama ,,á líkan hátt og líkamn- ingar verða á jörðu hér“, en miklu fullkomnari. Uppgötvunin á eðli drauma bregður ljósi yfir fleiri stórfelld fyrirbæri en það, að draumheimurinn sé langoftast sama og andaheimur miðilsins, þ. e. lífheimur annarra hnatta. „í svefni fer fram magnan eða hleðsla taugakerfisins,“ segir dr. Helgi og ennfremur: „Orkan sama, sem í upphafi sneri hinu líflausa efni jarðar vorrar til lífs, endurnýjar í svefni lífskraft- inn.“ Lífið hér á jörðu er framkomið fyrir geislun frá æðri h'fsstöðum. Jörðin, sem vér byggjum, er í útjaðri sköpunar- verksins, og vegna þess hefur lífskrafturinn ekki ennþa náð fullum tökum á hinu ófullkomna efni. Er hér að finna undir- rót og upptök hins illa og ófullkomna. í hinum óendanlegu fullkomnu heimshverfum er dauðinn ekki til. „Tilgangur lífs- ins er að ná fullkomnum yfirráðum yfir öflum hinnar líf- iausu náttúru." Þróun hinnar lifandi veru heldur áfram eft- ir dauðann. „Framhaldið af apa er maður. Framhaldið af uianni er, þegar vel stefnir guð, en þegar illa stefnir djöfull.“ Guðshugmynd sína — án efa þá mikilfenglegustu, sem bomið hefur fram hér á jörðu — skýrir dr. Helgi og rökstyð- Ur sem beint framhald af þróun lífsins, eins og vér með til- styrk náttúruvísindanna þekkjum hana. Hann segir um þetta í Nýal, bls. 110-11 (önnur útgáfa). „Maðurinn er sambands- vera, frumufélag. Milljarðar af frumum eru þar tengdar og samstilltar.-------Menn ættu að hugleiða miklu betur en Sjört hefur verið, hversu afarmerkilegur árangur hefur orð- i» af því sambandi, sem hinar örsmáu lífagnir, frumurnar, bafa gjört með sér.--------En nú erum vér farnir að skilja, hvað um er að vera. Það, sem vér köllum líf, er árangur af Uðleitni óendanlegs kraftar, á að eyða megund (möguleika) hins illa, ]aga það ófullkomna eftir sér, koma á sífellt full- homnari samstillingu. Það sem stefnt er til, má vissulega kalla hið mikla samband.---------Og sambandsviðleitninni er hald- *ð áfram á hærra stigi. Eins og stefnt var til sambands milli þúsunda milljóna af frumum, þannig er stefnt til sambands ^nilli þúsunda milljóna af frumufélögum. Og veran, sem kemur fram, mun verða ótrúlega miklu merkilegri, en eðli hvers einstaks frumufélags, livers einstaks manns, virðist gera

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.