Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Side 36

Eimreiðin - 01.10.1957, Side 36
268 EIMREIÐIN ástæðu til að ætla að orðið geti. Og það er stefnt til sambands eigi einungis milli þúsunda milljóna á einum hnetti, held- ur milli alls hins óumræðilega fjöldá af lifandi verum í ótelj- andi sólhverfum og vetrarbrautum. Og einstaklingseðlið mun ekki hverfa, heldur fullkomnast fyrir sambandið.“ Stefnurnar eru tvær, helstefna og lífstefna. Sú fyrrnefnda er ríkjandi hér á jörðu. Að komast af helstefnunni er ekki mögulegt, nema að vita af lífsambandinu milli stjarnanna og komast í öruggt samband við verur á öðrum hnöttum. Hin nýju vísindi, sem byggjast á áðurgreindum uppgötv- unum, nefndi dr. Helgi Epagógík, íleiðslu- eða magnanafræði, og færir rök að því, að þau munu færa mannkyninu fulln- aðarsigurinn yfir öflum hinnar líflausu náttúru. Epagógíkinni má skipta í ólífræna og lífræna. Ólífræn íleiðslufræði sagði hann að segja mætti að væri ekki ný. Það eru þau vísindi, sem fást við segul og rafmagn. Aftur á móti sé hin lífræna íleiðslu- fræði ný, eða sú fræði, sem fæst við lífmagnið, en þekking á því mun hefja fræðin um rafafl og segulafl á hærra stig. í þeim 6 bindum Nýals, sem komu út á árunum 1919 — 1947, birti dr. Helgi árangur þessara rannsókna sinna. Er fróðlegt að fylgjast með byggingu hinnar nýju heims- og lífs- skoðunar, allt frá undirstöðurannsókninni á eðli drauma og miðilssambands. Verður ekki annað hægt með sanni að segja en að bygging þessi sé aðdáanlega vel gerð og fagurlega sam- ræmd, enda eru undirstöðurnar traustar. Þó að meginmál Nýals fjalli um heims- og líffræði, þá eru þar tekin til meðferðar ýmis önnur viðfangsefni og vandamál, sem að vísu snerta meginmálefnin. Auk þess skrifaði dr. Helgi fjölda af greinum um þessi rannsóknar- og hugðarefni sín í blöð og tímarit hérlendis og erlendis. Voru margar af þeim greinum endurprentaðar í seinni bindum Nýals. VIL Það mun nú almennt vera viðurkennt meðal náttúrufræð- inga, að uppgötvanir dr. Helga í jarðfræði séu miklar, þó þær af sumum fræðimönnum hafi í fyrstu að nokkru mætt mótspyrnu. En eins og ég sagði, þá má með réttu telja, að

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.