Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Side 42

Eimreiðin - 01.10.1957, Side 42
274 EIMREIÐIN hin merku ritstörf sín síðari æviárin, án slíkrar aðstoðar, enda var honum það ljóst og dró ekki dulur á það. Hann andaðist á heimili sínu, Smiðjustíg 5 í Reykjavík, 28. janúar 1949, eftir alllanga vanheilsu. Útför lrans fór fram 7. febrúar og bálförin í Fossvogi. Þó að dr. Helgi sé nú um sinn horfinn sjónum í fullkomn- ara sólhverfi og tómlegra eftir en áður, þá getur það verið huggun vina hans og aðdáenda, að lífslögmálin miklu, sem hann fyrstur manna á jörðu hér fann, standa óhögguð í hin- um óendanlega heimi vorum. í marz 1957. ☆ Það lilýtur að liggja í augum uppi, að ómögulegt muni að gefa vissar reglur fyrir því, liversu yrkja skuli eða kenna mönnum að verða skáld- Sé sú tilfinning þeim ekki meðfædcl, þá hjálpar ekki að reyna það; og ef að tilfinningin ekki hreinsast og fágast af skoðun, lnigsun og nánu, til þess að viðburðir og myndir andans og náttúrunnar megi speglast i sálinni og endurskína í réttri og fagurri mynd, þá mun tilraunin ekki duga mikið. Það er til einskis fyrir þann, sem alls ekki hefur skáldskapar- gáfu, að lesa rit Hóratsíusar og Aristótelesar, er þeir hafa samið um skáldskap; hann mun ekki verða skáld að heldur. Sumir misskilja lika sjálfa sig og ímynda sér, að þeir séu skáld, og eru að yrkja í gríð; sunnr hafa máske vel vit á skáldskap og eru þó ekki sjálfir skáld. Reglurnar eða það, sem athugandi er í skáldskapnum, eru byggðar á hinu sama, sem í hinum öðrum listum. Að hafa ekki of mikinn iburð og orða- glamur; að vera ekki aftur of orðfár og þurr, eða vera mátulega lang- orður eða stuttorður; að taka réttar samlíkingar og orð og einkunnar- orð; að setja hvað á sinn stað og tíma; að vanda málið og rímið, og svo framvegis. Þetta er, eins og allir vita, það, sem skáldið á að gæta og iniu- felst þar i allt sérstaklegt og smávegis, sem of langt yrði hér upp a'ð' telja og óþarfi að nefna. Benedikt Sveinbj. Gröndal i Nokkrum greinum um skdldskap■

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.