Eimreiðin - 01.10.1957, Blaðsíða 44
Gunnar Br,
Siémundsson
eftir
Loft Guðmundsson.
Ljós logar í eldhúsinu í húsinu, sem kallað er Amsterdam.
Þar situr Anna, kona Gunnars Br. Sigmundssonar, á kollótt-
urn stól við eldavélina og prjónar sokka úr fínu mórauðu þel-
bandi. Hún starir diramum augum út í bláinn, situr bein í
sessi, magrar hendur hennar og langfingraðar bæra prjónana
svo ótt og títt, að vart má auga á festa, en að öðru leyti hreyfir
hún hvorki legg né lið fremur en væri hún úr steini ger. Hún
er ein heima; dæturnar fóru út snennna kvölds, málaðar, púðr-
aðar og útskvettar ilmvötnum. Þær voru eitthvað að tala uffl
norskt skip. Ef til vill eru þær þar um borð, ef til vill eru þasr
í hermannabröggunum, Anna, móðir þeirra, veit ekkert uffl
það. Þær stunda erlendu skipin og braggana jöfnum höndum;
það veit hvert mannsbarn í bænum, nema ef vera skyldi, að
móður þeirra væri ókunnugt um það, en um það getur enginn
sagt. Enginn veit, hvort henni er kunnugt um þetta eða hitt.
Dætur hennar fara út á hverju kvöldi, og hún spyr þær aldrei,
hvert ferð þeirra sé heitið. Þær koma sjaldnast heim fyrr en
undir morgunsárið, og hún spyr þær aldrei hvar þær hafi
verið. Hún spyr hvorki um það né annað. Hana varðar ekki
um neitt.
Það snarkar í kolaeldinum í eldavélinni, og vatn sýður i
j