Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Page 45

Eimreiðin - 01.10.1957, Page 45
GUNNAR BR. SIGMUNDSSON KVEÐUR BÆINN 277 katli, sem stendur á hringjunum. Þetta er að öllum líkindum í síðasta skiptið, sem Anna vakir við vinnu sína í þessu eldhúsi, síðasta kvöldið, sem hún heyrir kolaeldinn snarka í þessari elda- vél. Ef til vill er rafmagnseldavél í því eldhúsi, sem bíður hennar fyrir sunnan. Hún hefur ekkert um það spurt. Hana varðar ekki meira um sín eigin forlög heldur en annarra. Hún þvær þvott, þiljur og gólf, eldar mat, prjónar og heklar, yrðir ekki á neinn að fyrra bragði og svarar fáu, sé á hana yrt. Eng- inn hefur sagt henni, að hún ætti fyrir höndum að flytja úr þessu húsi, yfirgefa byggðarlagið, sem hún hefur dvalið í frá barnæsku, og setjast að í umhverfi, sem hún þekkir aðeins af afspurn. Enginn hefur spurt hana, hvort hún kvíði þessum skiptum, álits hennar hefur ekki verið leitað, fremur en álits gömlu og fornfálegu húsmunanna, sem liggja sundurlimaðir °g strigavafðir inni í svefnherbergi og bíða brottfarar. Hún hefur hlerað, að húskofinn sé þegar seldur til niðurrifs, en samt hefur hún sápuþvegið hann í hólf og gólf. Og nú hefur hún búið allri fjölskyldunni eina flatsæng á eldhúsgólfinu, breitt hvítu, hekluðu teppin yfir sængurnar, og setzt að því búnu við eldavélina með prjóna sína. Snarkið í kolunum er eitta hljóðið, sem rýfur þögnina, því rotturnar, sem búa á milli þils og veggjar, eru kvöldsvæfar og fyrir löngu gengnar til náða. Hún starir dimmurn augum út í bláinn, og magrar, lang- fingraðar hendur hennar bæra prjónana svo ótt, að vart má auga á festa. brusk og mannamál heyrist úti fyrir. Skurhurðin er opnuð. ^era má að húsbóndinn sé þar á ferð. Eða dæturnar. Rott- Urnar, sem búa milli þils og veggjar, rumska við þruskið, ýlfra °§ taka til fótanna, en húsmóðirin situr kyrr á stól sínum við eldavélina og prjónar. Húsbóndinn og gestur hans, Mangi mehe, ganga inn í eld- htisið. Mangi býður gott kvöld. >>Hvar á maður eiginlega að bjóða sjálfum sér og gestum S|i'um til sætis á þessu heimili?“ spyr Gunnar Br. Sigmundsson. Kona hans svarar engu og heldur áfram að prjona. Ounnar opnar svefnherbergisdyrnar. »Við getum verið hérna inni, Magnús. Við getum tyllt okk- Ur á kassana. Kunnugum er bezt að bjóða, og sýnir þú það

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.