Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Page 48

Eimreiðin - 01.10.1957, Page 48
280 EIMREIÐIN ur þér til hugar, að við Magnús Magnússon opnum konjaks- flösku með berum krumlunum?" Og konan kemur með tappatogarann, hverfur aftur fram í eldhúsið og sezt með prjónana sína á kollótta stólinn. Gunnar Br. Sigmundsson dregur tappann úr flöskunni og hellir í bollana, og svipur hans er slíkur, að hæfa mundi hverri meiri háttar launvígslu. „Guðaveigar, sem lífga sálaryl, eins og sá mikli biskup, séra Jón Vídalín segir,“ mælti Gunnar og blandaði drykkinn. „Drekk þú, Magnús Magnússon. Ólíklegt þykir mér, að þú eigir eftir að hitta fyrir nokkurn þann mann, er býður þér slíkar guðaveigar." Gunnar ber bollann að vörum sér, hægt og virðulega eins og við á, þegar menn drekka guðaveigar. Sýpur á og ætlar að mæla nokkur orð. En af því verður þó ekki, honum verður orðfall, þegar hann sér þá aðferð, sem Magnús Magnússon notar við að drekka guðaveigar, — þegar hann sér hann renna úr bollanum í einum teyg eins og um óvalinn fjósalanda væri að ræða. Þetta eru helgispjöll, og Gunnar skilur ekkert í þeirri linkind, er hann sýnir þessum ótínda ræfli. Víst ætti hann skilið að vera rekinn á dyr, en í nótt hefur Gunnar ekki skap til slíkra stórræða. Og fyrr en hann sjálfan varir, hefur hann tæmt bollann í einum teyg og fyllt þá báða aftur. Þeir drekka. Þegjandi. Gunnar imprar ekki einu sinni á því, að liann hafi í hyggju að flytja bæn eða stutta ræðu, og Mangi gerir hvorki að bölva né klæmast. Einkennilegt, hvað þeir geta verið hljóðlátir. Ef allt væri með felldu, mundu þeir báðir vera orðnir slompfullir og Gunnar Br. Sigmundsson mundi vera staðinn upp til þess að mæla nokkur orð fyriv minni bæjarins, flokksins eða skaparans. Mangi mehe drekk- ur og hugleiðir það eitt, að sennilega muni sér aldrei framar takast að drekka sig fullan. Þeir drekka. Að lokum unir Gunnar ekki lengur þessari deyfð, og hann grípur til þess úrræðis, sem jafnan hefur reynzt honum bezt, jregar eitthvað hefur á bjátað. Hann tekur að segja frá. Það var nú fyrst og fremst þetta starf, sem beið hans fyrir sunnan. I raun réttri mátti kalla það embætti. Því fylg^1 nefnilega ótrúlega mikil ábyrgð. Hver, sem hafði slíkt starf

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.