Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Page 50

Eimreiðin - 01.10.1957, Page 50
282 EIMREIÐIN Hann lítur snöggt á Manga melie. Nei, — á honum verða ekki nein svipbrigði séð. Og Gunnar Br. Sigmundsson sver þess dýran eið með sjálfum sér, að honurn skuli bregða og það svo um muni, áður en úti er nóttin. Hann skenkir enn konjaki í bollana og blandar þeim drykk. Sýpur á, ræskir sig og gýtur augunum til Manga. „Þú manst sjálfsagt, að ég var dálítið bendlaður við hreyf- inguna, hérna á árunum.“ Mangi kinkar kolli og sýpur á bollanum. Jú, hann man það. Hann man eftir því, að Gunnar Br. Sigmundsson stikaði fatt- ur og feitur í Ijósblárri skyrtu og gyrtur leðurbelti; stikaði framarlega í fylkingu hreyfingarinnar og allir hlógu að hon- um. Og Mangi man líka eftir því, að í þá daga lét Gunnar Br. Sigmundsson sér vaxa yfirskegg, strítt og snubbótt, talaði mikið um einhvern Hitler og kvað hann vera algeran bind- indsmann, en Gunnar var þá sjálfur í stúkunni. Mangi rnehe hugsaði lítt um stjórnmál og var harla fáfróður um alþjóðlega togstreitu á þeim vettvangi, en samt senr áður liafði hann óljósan grun um, að Bretar væru litlir vinir þessa Hitlers og ættu það jafnvel til að abbast upp á þá menn, sem verið höfðu aðdáendur Iians. Ekki vissi hann samt, hvort það var vegna bindindissemi hans, en honum þykir það líklegt, því honunr er meinlaust við Breta. „Lendirðu þá ekki í bölvuðu klandri, ef þeir þarna í hern- um komast að þessu?“ spyr lrann. Gunnar sér að áhugi hans er vakinn og hrósar nokkrum SÍgTÍ. „Þeir liafa þegar komizt að þessu,“ svarar hann drýginda- lega. „Heldur þú, að þeir í hernum feli nokkrum nranm ábyrgðarmikið starf, án þess að þeir hafi áður rannsakað alla hans fortíð? Nei, karl minn . . . Þeir gerðu sér lítið fyrir °S lásu mér alla mína ævisögu. Höfðu meira að segja þefað upp' ýmsa smáatburði, senr ég sjálfur taldi nauðaómerkilega og vai fyrir löngu búinn að gleyma. Og svona vita þeir allt um lrvein einasta mann og konu á þessu landi. Já, þú getur bara ínrynd að þér, lrvort ég lref ekki orðið undrandi, þegar þeir, þessn háu sjeffar, tóku að ræða unr það, að þú, Magnús Magnús

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.