Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Síða 58

Eimreiðin - 01.10.1957, Síða 58
290 EIMREIÐIN £yrra bragði. Golan, sjávarniðurinn og þangþefurinn hafa í sameiningu kallað þá aftur til veruleikans. Svipt af þeim þeim ævintýralæðingi, sem hugmyndaflug Gunnars og frásagnar- list smeygði á hugsun þeirra með hjálp konjaksins og nætur- húmsins. Þeir lilýða á ölduniðinn og skammast sin. Mangi mehe skammast sín fyrir að hafa um stund lagt trúnað á annað eins ölvímuþvaður og þetta. Hann lítur út á víkina. Kafbátar, hugsar hann, fyrr mátti nú vera heilaspuni. Og hann skotrar augunum til Gunnars. Dálaglegur njósnari, Gunnar Br. Sigmundsson. Manga er ekkert lilýtt til Þjóð- verja, enda þótt honurn sé meinlausara við þá en sambæinga sína, en ósanngjarnt þykir honum að ætla þá fífl og fávita, svona upp til hópa. Og Gunnar, sem les fyrirlitninguna úr svip hans, skammast sín fyrir að hafa fallið í þá freistni að ljúga svo ósennilega, að annar eins heimskingi og Mangi mehe skyldi reynast of viti borinn til að trúa. Og báðir þegja. Þeir heyra fótatak nálgast og líta við. Bergþóra Njála og Lilja Sólveig Fjóla koma tifandi fyrir húshornið. Þær leiðast. Báðar eru þær börn að aldri. Báðar eru þær feitlagnar, búldu- leitar, dökkar á brún og brá og ekki ófríðar. Báðar eru þær eygðar líkt og móðir þeirra. Augu þeirra eru dimm, dul og þyrst, en augnaráðið og svipblær þeirra allur, jafnvel einnig hreyfingarnar og göngulagið gefur til kynna, að þær nauð- þekki þegar allt það, sem hæverskt fólk kallar feimnismál, og að þær hafi ekki kynnzt því með þeim hætti að stelast til að glugga í bækur, er um þau efni fjalla. Þær hafa málað varit sínar óeðlilega rauðar og óeðlilega stórar, makað svertu i brúnahárin og klesst rauðum lit á vangana. Og þær eru þreytulegar í gangi og vagga í spori eins og þær liafi borið þungar fiskbörur um staksteinótta reiti lengi dags. Mangi mehe gýtur til þeirra augunum og glottir síðan iH' girnislega til Gunnars. En Gunnar vindur sér að þeim, svip' þungur og reistur; þarna gefst honum tækifæri til að skjota klappaförinni á frest, án þess að stofna virðingu sinni í hættu- „Hvar hafið þið verið, gæsirnar ykkar?“ spyr liann, °S rómur hans er ógnþrunginn. „Um borð í norska dallinum," svarar sú yngri, látlaust og hreinskilnislega. Þetta er ekki í fyrsta skiptið, sem þær hafa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.