Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Page 59

Eimreiðin - 01.10.1957, Page 59
GUNNAR BR. SIGMUNDSSON KVEÐUR BÆINN 291 dvalizt um borð í erlendum skipum, og faðir þeirra liefur aldrei atyrt þær fyrir það, svo fremi, að þær hafi ekki komið þaðan tómhentar. En í nótt er hann óskiljanlega siðavandur. „Skammizt þið ykkar ekki, skepnurnar ykkar,“ öskrar hann. „Haldið þið, ef til vill, að þeir æðstu í hernum fyrir sunnan komist ekki að þessari smán? . . . Haldið þið, að nokk- ur háttsettur foringi muni vilja á ykkur líta, þegar hann veit, að þið hafið legið um borð í skítugum flutningadöllum iueð óuppdregnum hásetum? Eða ætlið þið, skjáturnar ykkar, að rakka mig niður í ekki neitt í augum þess tignarfólks, sem vg hlýt að umgangast framvegis, stöðu minnar vegna?“ Sú eldri reiðist. „Ég svaf ekki hjá neinum háseta,“ svarar hún. „Ég veit ekki betur, en hann væri borðalagður stýrimaður.“ „Stýrimaður . . . ja, svei. Þegar suður keinur, flengi ég þig, ef þú lítur við manni, sem er lægra settur en general." Njála litla misskilur ofsa og siðavendni föður síns. Hyggur að hann liafi ekki komið auga á pappastokkinn, sem hún ber undir hendinni. Hún réttir að honum stokkinn. „Hérna eru sígaretturnar, pabbi,“ segir hún og brosir við. »°g Lilja Fjóla fékk fimmtíukall.“ Gunnar Br. Sigmundsson tekur ekki við pappastokknum. ^irðir dóttur sína ekki einu sinni svars. >.Snáfið þið inn og kornið ykkur í bælið,“ segir hann. Njála starir á hann, og dökku augun hennar fyllast tárum. Hann er vanur að þakka henni fyrir, þegar hún kemur heim ^aeð sígarettur. Kalla hana duglegu telpuna sína og eftirmynd- ifta hans pabba. Og það er mikið hrós, því pabbi hennar er 111 i k i 11 maður; hann talar á fundum, þingmaðurinn heilsar Éonum á götu, presturinn líka. Og hann hefur siglt um öll heimsins höf, barizt við heilan hóp svertingja og drepið tígris- dÝr- Já, hann hefur meira að segja bjargað heilli skipshöfn, er hann í ofsaveðri tók stjórnina af skipstjóranum og stóð s]álfur við stýrið í þrjá sólarhringa samfleytt. »Komdu, Njála,“ segir sú eldri reigingslega. Hún hefur s°fið hjá borðalögðum stýrimanni og kemur heim með iimmtíukall í töskunni. Hún leiðir systur sína inn, lítur á

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.