Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Page 65

Eimreiðin - 01.10.1957, Page 65
STRIÐ 297 Umhverfis flugu þungfleygir múkkar og rifust um slógið. Skipalestin var horfin fyrir nesið. Sú næsta myndi koma á morgun, eða næstu daga. Báran seig enn, hæg og breið, inn fjörðinn. Yzt örlaði á skerjum, en innar mátti heita að ekki sæist hvítna með fjöru. Bjargið var enn í skugganum. Stöku steinar misstu jafnvægið og féllu niður í fjöruna, sem var mjó og stórgrýtt. Sums staðar var grjótið löðrandi í olíu. Þykkri svartri leðju, sem kom fljótandi utan af hafi í vetur. Þá var ekki gott að vera svartfugl. Bátinn hafði borið út á fjörðinn, og nú sást þorpið fram undan bökkunum. Morgunsólin glampaði á gluggunum. Gamli maðurinn seig á árarnar og stefndi til lands. Þarna sá hann dufl, og um stund lék hann sér að því að láta það bera í hnýfihnn. Það var annars skrýtið, að þetta dufl skyldi vei'a hér. Það hlaut að hafa slitnað af hjá einhverjum grásleppu- harlinum. Fjandi hvað honum miðaði lítið, ætlaði hann aldrei geta róið duflfjandann af sér? Hann hvikaði aðeins stefnunni og hætti að taka eftir dufl- inu. Eftir nokkur áratog leit hann til þess aftur. Nú hlaut hann að hafa róið fjandans spýtuna af sér. Hann seig fastar á árarnar og tók stærri bakföll. Honum var alls ekki um þetta gefið. Nú leit þetta út eins og . . . ja, eins og ekkert, sem hann hafði séð áður. Svona hagaði enginn hvalur sér. Það væri bezt að forða sér í land, þetta gæti alveg eins verið kafbátur, Það hafði eitthvað verið talað um, að einn hefði sézt fyrir r estan nýlega. Hvað ætli þeir svo sem gerðu honum? . . . Nei, ehki var skekktan hans neitt orustuskip; þeir myndu láta hann * friði • ■ • Þeir vildu kannski fá í soðið. Það væri svo sem ekkert að því að' láta nokkra gula, ef hann svo fengi eitthvað brjóstbætandi í staðinn. Sá gamli brosti með sjálfum sér og hægði róðurinn. Svart ferlfki seig hægt upp úr djúpinu. Hann sá örla fyrir byssum 1 sjóskorpunni og svörtum skugga skipsskrokksins. Stjórnpall- Urmn var uppi, og bráðlega kom í ljós maður með borða- kgða húfu. Hann veifaði brosandi og kallaði eitthvað. Jú, s^yldi það ekki vera þýzkari, hugsaði sá gamli og fór að leita 1 djúpum minnisins að gömlu þýzku orðunum, sem þar voru

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.