Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Qupperneq 65

Eimreiðin - 01.10.1957, Qupperneq 65
STRIÐ 297 Umhverfis flugu þungfleygir múkkar og rifust um slógið. Skipalestin var horfin fyrir nesið. Sú næsta myndi koma á morgun, eða næstu daga. Báran seig enn, hæg og breið, inn fjörðinn. Yzt örlaði á skerjum, en innar mátti heita að ekki sæist hvítna með fjöru. Bjargið var enn í skugganum. Stöku steinar misstu jafnvægið og féllu niður í fjöruna, sem var mjó og stórgrýtt. Sums staðar var grjótið löðrandi í olíu. Þykkri svartri leðju, sem kom fljótandi utan af hafi í vetur. Þá var ekki gott að vera svartfugl. Bátinn hafði borið út á fjörðinn, og nú sást þorpið fram undan bökkunum. Morgunsólin glampaði á gluggunum. Gamli maðurinn seig á árarnar og stefndi til lands. Þarna sá hann dufl, og um stund lék hann sér að því að láta það bera í hnýfihnn. Það var annars skrýtið, að þetta dufl skyldi vei'a hér. Það hlaut að hafa slitnað af hjá einhverjum grásleppu- harlinum. Fjandi hvað honum miðaði lítið, ætlaði hann aldrei geta róið duflfjandann af sér? Hann hvikaði aðeins stefnunni og hætti að taka eftir dufl- inu. Eftir nokkur áratog leit hann til þess aftur. Nú hlaut hann að hafa róið fjandans spýtuna af sér. Hann seig fastar á árarnar og tók stærri bakföll. Honum var alls ekki um þetta gefið. Nú leit þetta út eins og . . . ja, eins og ekkert, sem hann hafði séð áður. Svona hagaði enginn hvalur sér. Það væri bezt að forða sér í land, þetta gæti alveg eins verið kafbátur, Það hafði eitthvað verið talað um, að einn hefði sézt fyrir r estan nýlega. Hvað ætli þeir svo sem gerðu honum? . . . Nei, ehki var skekktan hans neitt orustuskip; þeir myndu láta hann * friði • ■ • Þeir vildu kannski fá í soðið. Það væri svo sem ekkert að því að' láta nokkra gula, ef hann svo fengi eitthvað brjóstbætandi í staðinn. Sá gamli brosti með sjálfum sér og hægði róðurinn. Svart ferlfki seig hægt upp úr djúpinu. Hann sá örla fyrir byssum 1 sjóskorpunni og svörtum skugga skipsskrokksins. Stjórnpall- Urmn var uppi, og bráðlega kom í ljós maður með borða- kgða húfu. Hann veifaði brosandi og kallaði eitthvað. Jú, s^yldi það ekki vera þýzkari, hugsaði sá gamli og fór að leita 1 djúpum minnisins að gömlu þýzku orðunum, sem þar voru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.