Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Page 66

Eimreiðin - 01.10.1957, Page 66
298 EIMREIÐIN einu sinni tiltæk. Hann flýtti sér ekki að svara. Kallið var endurtekið. Gamli maðurinn skildi, að hann átti að koma nær, en gerði það ekki fyrr en hann sá flöskuna. Það var skammbyssa í hinni hendinni. Þeir vildu fá að vita, hvort snekkjan væri enn inni á firð- inum. Hann reyndi að segja þeim eins og var, en orðin snerust í munni hans og vildu ekki koma fram í réttri mynd. Honum datt í hug orðið njósnari og varð hverft við. Sigg- gróin höndin krepptist um árina, þegar honum varð skyndi- lega hugsað til bróður síns, sem hafði nýlega misst son sinn í hafið. Voru það ef til vill þessir, sem sendu honum bana- skeytið? Allt í einu fylltist hann hatri gegn þessum mönnum, sem reyndu að fá hjá honum upplýsingar. Hann sá eftir að hafa svarað. Því hafði hann ekki bara þótzt ekkert skilja? Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. Hann varð að reyna að gera eitthvað. Hann rétti sig upp á þóftunni. Það var gott, að orðin komu nú örar en áður. Hann sagði þeim, að snekkj- an Iiefði verið löskuð og færi ekki aftur fyrr en eftir nokkra daga . . . Lélegir sjómenn, Bretar. . . Flaskan skall í fiskrúmið. „Fisktökuskipið, það var að fara. Það kemur í kvöld, fei' norður . . . og. . . “ Gamli maðurinn sá að bros færðist á harð- leitt andlitið gegnt honum. Bátnum hafði svifað frá, meðan Iiann talaði. Nú lagðist hann fast á árarnar. Hvellir vélarskellir heyrðust utan frá nesinu. Hann tók fast á árunum, en leit ekki um skut. Skyldu þeir skjóta .. • ? Þegar hann leit upp, var turninn að hverfa. Það væri vist allt í lagi. Hann fann þreytuna og máttleysið streyma u® líkamann. Þegar vélbáturinn kom innar, veifaði gamli maðurinn, og þeir tóku hann aftan í. Bátsverjar buðu honum kaffi, en hann sagði þeim ekkert. Hann batt bátinn sinn við bryggju" stigann og gekk upp. Hreppstjórann þurfti hann að hitta. Skömmu seinna liljóp drengur með bréf til hermannanna- Þeir höfðu tekið traustataki eina stofu, sem vissi út að hafinu- Gamli maðurinn gekk stöðugt um gólf. Hann var óþolm- móður. Hann tók hvað eftir annað í nefið, án þess að vita af því, ráfaði út að glugganum og sá hús bróður síns. Her-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.