Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Síða 68

Eimreiðin - 01.10.1957, Síða 68
Erlendiar bókafreánir ENGLAND: Skáldið T. S. Eliot, sem fæddur er í Bandaríkjunum árið 1888, en fluttist til Englands og gerðist brezkur þegn árið 1927, hefur án efa haft meiri áhrif á hina ungu og upprennandi skáldakynslóð, sem á enska tungu orti, en nokkurt annað núlifandi skáld í hinum enskumælandi bókmenntaheimi. Hann er nú nærri sjötugur, og áhrifa hans á ungu skáldin gætir nú ekki eins mikið og áður. Þeim þykir hann hafa mýkzt um of í skapi og skoðunum, eftir því sem ellin hefur færzt yfir hann, en þeim mun meiri hylli virðist hann njóta meðal hinna almennu les- enda sinna. Fyrir tæpum þremur mánuðum kom út í Bretlandi síðasta bók Eliots, en það er ekki ljóðabók, heldur safn hugana — en svo nefndi Guðmundur heitinn Einnbogason þá tegund ritgerða, sem á ensku ganga undir nafninu essays — er Eliot nefnir On Poetry And Poets (Um Ijóðskáld og Ijóðagerð). Þess- ar huganir voru upphaflega ritað- ar sem fyrirlestrar, er Eliot hélt um þetta efni, ýmist í brezka út- varpið eða við önnur tækifæri. Bók þessi hefur hlotið mjög góð- ar viðtökur þeirra, sem fvlgjast með enskri ljóðagerð, og gagnrýnend- ur liafa skrifað vinsamlega um hana. Einn þeirra segir, að bókin sé hin merkilegasta ... og þá ekki sízt fyrir það, hve sumir kaflar hennar veita lesandanum góða inn- sýn í verk Eliots sjálfs og skoðanir hans á efni hennar. Auk þess sé hún mjög skemmtileg og létt af- lestrar, sem kannski megi m. a. rekja til þess, að huganirnar séu í upphafi ritaðar sem fyrirlestrar. Eins og titill bókarinnar gefur til kynna, skiptist efni hennar í tvo meginkafla. í hinum fyrri ræð- ir Eliot ýmis almenn efni, sem varða ljóðagerð, svo sem „Þjóðfé- lagslegt gildi ljóðagerðar" og „Hvað er minni háttar skáldskapur?" Þá ræðir hann um leikritagerð og ljóðagerð, og ein huganin er nefnd „Á landamærum gagnrýninnar", en þar ræðir hann sum af eigin verkum sínum og kryfur þau held- ur óvægilega til mergjar. Er það haft fyrir satt, að þeir, sem litiS hafa upp til skáldskapar Eliots nieS hvað mestri andagt og bókstafstru, muni reka upp stór augu við þenn- an lestur og jafnvel finnast, að hann hafi launað fylgispektina illa- Síðari hluti bókarinnar fjallar um verk ýmissa af merkustu skáld- jöfrum fortíðarinnar, svo sern Miltons, Dantes, Goethes, Virgils, Sir John Davies, Byrons og Kipl' ings. Hlýtur það að vera hið mesta ævintýri að lesa þessa bók og kynn- ast skoðunum T. S. Eliots á þv* efni, sem hann tekur sér fyrir hend- ur að ræða í hugunum sínum, þvl enginn getur efazt um hæfni hans
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.