Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Side 71

Eimreiðin - 01.10.1957, Side 71
ERLENDAR BÓKFREGNIR 303 Osló á hernámsárunum, sem þrung- in eru örðugleikuin og þjáningar- fullum andstæðum. Á þessum ár- um lætur höfundurinn hrjáða og tvíklofna sál hans ná hápunkti örvæntingarfullrar þróunar sinnar. Lins og í fyrri bindunum lýsir höf- undurinn jafnan umhverfinu, sem persónur hans hrærast í, mjög skil- uierkilega eins og það kemur lion- um fyrir sjónir á hverjum tíma, en aðalatriðið í sögunni er sálræn þró- un og þroski Wilfreds Sagens og þess fólks, sem hann á mest sam- ueyti við, og ber þar fyrst að nefna hinn unga fiðluleikara, Miriam Stein, en hún er æskuvinkona hans frá tónlistarskólanum. í liinni hröðu og hrífandi frásögn Borgens hirtast ýmsar persónur, sem komið hafa fram í fyrri hlutum sögunnar, en það er eins og þær myndi að- eins hring utan um liinn gáfaða og glæsilega Wilfred, sem hið innra er viðkvæmur, þjakaður og sýktur og stöðugt sýkir út frá sér í enda- lausri leit sinni að því jafnvægi, sem hann virðist þó jafnan flýja. í síðustu köflum sögunnar leysast loks andstæðurnar í sálarlífi lians; hann skynjar hinn algera einmana- leika, hina fullkomnu einveru sál- arinnar, sem ávallt hefur stælt hann og lokkað. En þá liefur harmleikur- inn jafnframt náð hámarki sínu. Krafan um það lífstakmark, sem nær út yfir endimörk liins mögu- lega, hefur fengið sitt miskunnar- lausa svar, og þannig hefur höf- undurinn skapað aðalpersónunni í þessu merkilega skáldverki sínu óumflýjanleg örlög þess manns, sem raunverulega liefur selt sál sína þeim öflum, sem hann ekki fær ráðið við. Þórðnr Einarsson. ☆ Lýðskrumarinn veit ekki af því, fyrr en hann er farinn að sýna fórnar- himbum sínum enn meiri fyrirlitningu en harðdrægur kúgari, gera ýmist ráð fyrir því, að þeir séu aular, sem gíni við hverri flugu, illa innrættir þ°rparar, sem meti mest, að verstu livötum þeirra sé dillað, eða vilja- laus verkfæri, sem ógna mégi með ofbeldi, ef annað bregzt. Sigurður Nordal í greininni Kurteisi i Jörð 1941. Lg trúi ekki á anda umturnunar og byltingar. Mér virðast þær í ætt tröllkonuna Gjálp, sem Snorri segir frá í Eddu og stóð tveim rnegin árinnar og gerði árvöxtinn að Þór. Ég óska ekki eftir þess konar vatns- ‘>uka í mylnu manndáðar og atorku. Eg vil, að kornið sé malað með oðru afli. Ég vil ekki, að mannfélagsmálefni komist í trölla hendur. festi traust mitt á hægfara þróun, sem styðst við reynsluna og söguna, °S reynslan þannig, að þær séu hafðar til hliðsjónar. Ekki tjáir að trúa ;i þ*r í blindni. En líta má til þeirra um öxl með öðru auganu, gæta hátterni feðra vorra og mæðra. Sú athygli á og verður að ná langar Jeiðir út í fjarska atburðanna - út í lilámóðu aldanna. Guðmundur Friðjónsson. i Inni í blámóðu aldanna.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.