Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Síða 71

Eimreiðin - 01.10.1957, Síða 71
ERLENDAR BÓKFREGNIR 303 Osló á hernámsárunum, sem þrung- in eru örðugleikuin og þjáningar- fullum andstæðum. Á þessum ár- um lætur höfundurinn hrjáða og tvíklofna sál hans ná hápunkti örvæntingarfullrar þróunar sinnar. Lins og í fyrri bindunum lýsir höf- undurinn jafnan umhverfinu, sem persónur hans hrærast í, mjög skil- uierkilega eins og það kemur lion- um fyrir sjónir á hverjum tíma, en aðalatriðið í sögunni er sálræn þró- un og þroski Wilfreds Sagens og þess fólks, sem hann á mest sam- ueyti við, og ber þar fyrst að nefna hinn unga fiðluleikara, Miriam Stein, en hún er æskuvinkona hans frá tónlistarskólanum. í liinni hröðu og hrífandi frásögn Borgens hirtast ýmsar persónur, sem komið hafa fram í fyrri hlutum sögunnar, en það er eins og þær myndi að- eins hring utan um liinn gáfaða og glæsilega Wilfred, sem hið innra er viðkvæmur, þjakaður og sýktur og stöðugt sýkir út frá sér í enda- lausri leit sinni að því jafnvægi, sem hann virðist þó jafnan flýja. í síðustu köflum sögunnar leysast loks andstæðurnar í sálarlífi lians; hann skynjar hinn algera einmana- leika, hina fullkomnu einveru sál- arinnar, sem ávallt hefur stælt hann og lokkað. En þá liefur harmleikur- inn jafnframt náð hámarki sínu. Krafan um það lífstakmark, sem nær út yfir endimörk liins mögu- lega, hefur fengið sitt miskunnar- lausa svar, og þannig hefur höf- undurinn skapað aðalpersónunni í þessu merkilega skáldverki sínu óumflýjanleg örlög þess manns, sem raunverulega liefur selt sál sína þeim öflum, sem hann ekki fær ráðið við. Þórðnr Einarsson. ☆ Lýðskrumarinn veit ekki af því, fyrr en hann er farinn að sýna fórnar- himbum sínum enn meiri fyrirlitningu en harðdrægur kúgari, gera ýmist ráð fyrir því, að þeir séu aular, sem gíni við hverri flugu, illa innrættir þ°rparar, sem meti mest, að verstu livötum þeirra sé dillað, eða vilja- laus verkfæri, sem ógna mégi með ofbeldi, ef annað bregzt. Sigurður Nordal í greininni Kurteisi i Jörð 1941. Lg trúi ekki á anda umturnunar og byltingar. Mér virðast þær í ætt tröllkonuna Gjálp, sem Snorri segir frá í Eddu og stóð tveim rnegin árinnar og gerði árvöxtinn að Þór. Ég óska ekki eftir þess konar vatns- ‘>uka í mylnu manndáðar og atorku. Eg vil, að kornið sé malað með oðru afli. Ég vil ekki, að mannfélagsmálefni komist í trölla hendur. festi traust mitt á hægfara þróun, sem styðst við reynsluna og söguna, °S reynslan þannig, að þær séu hafðar til hliðsjónar. Ekki tjáir að trúa ;i þ*r í blindni. En líta má til þeirra um öxl með öðru auganu, gæta hátterni feðra vorra og mæðra. Sú athygli á og verður að ná langar Jeiðir út í fjarska atburðanna - út í lilámóðu aldanna. Guðmundur Friðjónsson. i Inni í blámóðu aldanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.