Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Blaðsíða 79

Eimreiðin - 01.10.1957, Blaðsíða 79
RITSJÁ 311 sem sumar, stundum margar vís- urnar eru fagur skáldskapur, en aðrar þannig, að brotalöm verða á heildinni. Loks eru þarna kvæði, sem mega heita frá upphafi til enda mótuð andkannalegri við- leitni til frumleika. En hvað sem öðru líður: Þarna er enginn hversdagsmaður á ferð. Og þá er Þorsteinn hefur gert sér grein fyrir því, hvað séu honum eðlileg viðhorf og losað sig við tví- skinnung annarlegra áhrifa, mun hin djúpa og dulúðga einlægni hans og meðfætt forms- og fegurð- arskyn ganga til þeirrar einingar, að þar sem hann færist mikið í fang takist honum þeim mun bet- ur en í stuttum kvæðum og létt- stígum sem efnið er meira og hug- hrifin höfugri. Guðm. Gislason Hagalín. Ingólfur Kristjánsson: OG JÖRÐ- 1N SNÝST. Kvœði. Leiftur. 1957. hetta er þriðja ljóðabók Ingólfs hristjánssonar. Þó að við sleppum þeirri fyrstu, þar sem hann, rím- elskur, en fákænn sveitadrengur, h°ppar spor úr spori fornra harð- sPora og telur sér trú um að hopp- 'ð sé hans eðlilega göngulag, en herum þessa bók hans aðeins sam- :,n við þá, sem sýnir alvarlega v’ðleitni til listrænnar formunar, ''erður framförin mjög augljós jafnt llrn mótun viðfangsefna, orðaval, hrynjandi og heildarsvip. Ingólfur bregður fyrir sig bæði Slettni og spotti. Honum tekst bet- Ur UPP. þar sem glettnin ræður — ng þá einkum þegar hann varpar hki hennar yfir ljúfsár atvik eða ftinningu. Honum lætur líka vel hregða upp mynd af bernsku- högunum, þar sem „blikar bára á vogi, brotin skel í sandi, þang og þörungsrót; fjörulón og leirur, lontutjörn og ósar, skreip og sorfin sker,“ enda er hann sér þess með- vitandi, að hann er þeim tengdur mjög sterkum böndum — og kem- ur það skemmtilega fram í kvæð- inu Kóngsins borg, þar sem sveita- drenginn syfjar, þá er „sítar, banjó, fiðla og gítar þagna“ og svið og klæði breytast svo mjög, að brátt skálmar hann um mýrafen á þvengjaskóm með loðinn hund. Yfirleitt fetar Ingólfur fornar rímgötur og farnast vel að vera hann sjálfur — í hinum þjóðlegu klæðum, sviphreinn, ekki þungbú- inn, en launathugull, léttstígur maður. En samt sem áður er það nú svo, að það ljóð bókarinnar, sem er veigamest, er órímað. Það er áð- ur kunnugt lesendum Eimreiðar- innar og heitir Draumur um vél. Af mikilli formfestu og rökvísi mót- ar höfundurinn þar mjög einfald- lega stórbrotið efni, brennandi vandamál veraldar, og verður ekki fram hjá þessu ljóði gengið, þá er valið verður í sýnisbók íslenzkra bókmennta frá þessu tímabili. Guðm. Gislason Hagalin. Loftur Guðmundsson: JÓNS- MESSUNÆTURMARTRÖÐ Á FJALLINU HELGA. Bókafor- lag Odds Björnsson 1957. Þessi skáldsaga Lofts Guðmunds- sonar hefur vakið mikla athygli og umtal, enda er hún mjög óvenju- leg, og ef túlka ætti öll hennar mörgu tákn og um leið gera nokk- ur skil öllu því, sem jtar er að vik- ið eða við miðað, yrði það stórum lengri ritsmíð en sagan sjálf — og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.