Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 40
236
EIMREIÐIN
hljóðfall hverfulla stunda og daganna
hörpuhljómar,
sem djúpt í blómlirónum blunda, unz bœrast
litir og ómar.
Átt þú meiri gjafanna gnótt og glœstari
hluta rdð?
Nei, lif mannlegt líður fljótt og lán vort
er brigðum hdð.
Ein svipstund er lífsms leið, en lifað
á meðan skal þvi,
sitt útrunna æviskeið fœr enginn að lifa d ný.
Og margbreytt er mannsins kvöl, hann á meir
er nœgileg tár,
hvi skyldi hann bæta á sitt böl og bera nýtt
eitur i sár?
Þú sigraðir samt, Galilei, vér sölnaða veröld
nú eigum,
vér dveljumst i dauðans véi og drekkum af
gleymskunnar veigum.
I árdaga ást lofar tryggðum, og græn eru
grösin um vor,
en ást verður beizk af brigðum, og bleik eru
haustsins spor.
A svefn loks að sefa oss alla? Á bak við er
veröld ei blíð,
hún átrúnað fornan lét falla, og tryllt er
hin nýja tið.
Orlögin streyma án enda sem úthaf, og sálin
er klettur,
ólögin á honum lenda með ærandi brimsúg
og slettur.
En dýrlingar dóm oss boða, og meinlæta
óður ómar,
og leifar lemstraðra goða eru lýðnum
helgir dómar.
Þótt allir menn fyllist i anda auðmýkt og
fyrir því krjúpi,