Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 52

Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 52
248 EIMREIÐIN Þau voru þrenns konar. í fyrsta lagi var það siður náinna vina, að skiptast á konum, er þeir heimsóttu hvor annan. Slík konu- skipti voru alltaf gagnkvæm, og óhugsandi án þess. í öðru lagi var það algengt, að maður, sem þurfti að fara í langa ferð og gat ekki af einhverjum ástæðum tekið konu sína með, fékk lánaða konu vinar síns, en fól honum sína konu til varðveizlu á meðan. í þriðja lagi var hinn svokallaði ljósslökkningsleikur, sem var fólginn í því, að þegar mikið lá við að blíðka máttarvöldin og koma á eðlilegri rás náttúrunnar, var gripið til þess ráðs, að allir skiptu á konum — eða mönnum, og stóðu skiptin venjulega í eina nótt. Trúarbrögð Eskimóa voru samtvinnuð öllu lífi þeirra og sam- félagsháttum. Tilgangur trúarbragðanna var fyrst og fremst að tryggja góða veiði og sæmilegt veður, svo hægt væri að stunda veiðar. Það var lífið hérna megin grafar, sem mestu máli skipti, en eftir dauðann var öllum markaður bás og þýddi ekki að ætla sér að breyta nokkru um það, hvorki með bænum né ákveðinni hegðun. Hans Egede segir á einum stað frá því, að er hann hafði lýst dásemd himnaríkis fyrir Eskimóum, spurðu þeir aðeins: „Er mikið um sel þar?“ Þetta fannst hinum ágæta guðsmanni full langt gengið, að geta ekki hugsað um himnaríki án þess að koma selnum að. Eskimóar hugsuðu um fátt meira en sel. Því var trúað, að selurinn endurholdgaðist stöðugt, og hver veiðimaður væri eiginlega alltaf að veiða sama selinn. Það var því fyrir öllu að styggja ekki sál selsins, svo hann hyrfi ekki af miðunum. í hafinu bjó móðir sel- anna, Sedna, eins og hún var kölluð meðal Kanadaeskimóa. Hún réði göngu allra sjávardýra, enda voru þau sköpuð af hendi hennar og fingrum. í daglegu lífi varð að fylgja ótal boðum og bönnum, þar eð allar yfirsjónir mannanna urðu óhreinindi í hári Sedna. Hún var einhend og gat því ekki hreinsað hár sitt sjálf. Olli þetta henni svo miklum kvölum og reiði, að hún lokaði veiðidýrin inni og lét þau ekki laus fyrr en töframaðurinn hafði hreinsað hár hennar. Sedna var mönnum ákaflega óvinveitt, og hefði hún mátt ráða, hefði enginn veitt neitt. Allt líf manna er sífelld barátta við Sedna, og sé boðum og bönnum fylgt, verður hún að sleppa veiðidýrunum á miðin. Maðurinn í tunglinu var mönnum aftur á móti vinsamlegur. Hann var eins konar frjósemiguð, og gaf óbyrjum börn, — og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.