Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 63

Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 63
EIMREIÐIN 259 viðurkennt sjálfa sig eins og hún var. Nú sá hún fyrir sér í speglin- um tólf vetra telpuna, sem var að vakna til vitundar um sjálfa sig sem konu. Enginn mun elska mig, hafði þessi barnunga mær hugsað. Grip- in skelfingu við tilhugsunina um ástvana líf hafði hún grátið í hljóði. En ég verð að njóta ástar — einhver verður að elska mig! Svo liðu þrjú ár full af einmana- leik og vonleysi, en þá tók hún tryggð við einn kennara sinn, mið- aldra konu, hversdagslega í útliti. >,Ég elska miss Forbes,“ hafði hún sagt við sjálfa sig einhverju sinni. „Hvernig stendur á því, að mér skuli þykja vænt um hana, fyrst hún er nærri því eins ólagleg og ég sjálf? En hún er svo við- felldin.“ Þetta orð hafði reynzt henni eins konar leiðarljós. Stundum gat sá eiginleiki, sem það táknaði, fætt af sér ást. Hvílík barátta hafði þá átt sér stað í sál fimmtán vetra telpunnar! Uppreistargirni æsku- áranna var bæld niður, örlyndi hennar vægðarlaust undirokað, eðl- islægur áhugi hennar leystur úr læðingi. Henni lærðist að leyfa sér aldrei þann munað að andmæla öðrum. Hún tamdi sér að vera öðr- um til þæginda og huggunar í eins Eonar upphafinni eigingirni, svo að mönnum lærðist að treysta á hana sakir þessa eiginleika. Hún ræktaði með sér þá prúðmennsku, sem felst í því að kunna að þegja og hlusta. Og svo þegar hún var tuttugu og fjögurra vetra hafði Roger orðið ástfanginn af henni, ekki við fyrstu sýn, ekki bráðástfanginn, heldur smám saman, næstum því með tregðu. Hún hafði laðað hann að sér með frábærri nærfærni, aldrei sótzt eftir honum, en á ljúfan og mjúklátan liátt orðið honumómiss- andi. Ekkert einasta skipti hafði hún álasað honum, jafnvel ekki fyrsta sumarið, sem þau höfðu þekkzt, þegar hann liafði snúið baki við henni um tíma og gamn- að sér við frænku sína, fallega stúlku, sem komið hafði í heim- sókn. En Sally hafði verið dekur- sjúk og einþykk og skapsmunir hennar biðu ófarir fyrir nærveru Rutar. Hann liafði horfið aftur til hennar, gramur og þó feginn og beðið hana að giftast sér, og hún hafði játazt honum og þau gifzt nærri strax. Og upp frá þeirri stundu hafði hún ekki gert neitt annað en lykja um liann töfrahring Ijúflyndis síns. „Flónið þitt!“ sagði hún við and- litið í speglinum. Andlitið starði á hana í öllum sínum hversdagsleik. „Þú átt eftir að eyðileggja allt,“ sagði hún við J)að ströngum rómi. „Hvað ég hata þig!“ bætti hún við eftir andartak. Svo varp hún öndinni jmngan. „En ég verð að búa við þig.“ Já, þarna var þetta andlit, þessi gamla, óhagganlega staðreynd í lífi hennar. Og ef töfrahringurinn hennar rofnaði, þá mundi hann sjá hana eins og hún var. Það hafði legið nærri í kvöld, hugsaði hún. Því fór svo fjarri, að hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.