Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 76
272
EIMREIÐIN
Omega heldur ormshöfði milli
handa sinna, sér að hún starir í
glampandi augu ormsins, en orm-
urinn, sem er mjög stór, vefur sig
utan um líkama hennar. Allt í
einu kemur steypiregn og Alfa og
Omega verða hrædd.
Seinna mætti Alfa orminum í
skóginum, liann þekkti hann undir
eins, réðst á hann og drap hann.
Omega hitti bjarndýrið. Það fór
skjálfti um líkama hennar, þegar
hún snerti mjúkan feld þess. Hún
vafði handleggjunum um hálsinn
á bjarndýrinu, hlýr feldurinn huldi
þá.
Hýenu-skáldið, sem Ornega mætti
var ekki með mjúkan, gljáandi feld,
og hin venjulega ástleitni liennar
hafði ekki minnstu áhrif á skáldið.
Þá fléttaði hún með mjúku hönd-
unum sínum lárviðarsveig, og jafn-
framt því sem hún horfir ástaraug-
um á ólundarlegt andlit skáldsins,
skrýðir hún Jrað lárviðarsveignum.
Tígrisdýrið teygir tryllingslegt
og grimrnt höfuð sitt í áttina til
Ornega, sem er svo falleg og lítil.
Omega óttast það ekki, hún réttir
smáa hönd sína inn í opið gin
dýrsins, og strýkur tennur þess.
Þegar tígrisdýrið mætti bjarndýr-
inu í skóginum, Jtekkir Jrað lyktina
af Omega. Þessi ilmur stafar frá
eplablómunum, sem hún elskar
heitast af öllu, hún kyssir þessi
blóm livern morgun um sólarupp-
rás. Tígrisdýrið og björninn rífa
hvort annað á hol. Eins og á tafl-
Itorðinu breytist staðan í einu vet-
fangi. Omega leitar athvarfs hjá
Alfa og Jtrýstir sér fast að honum.
Forvitin og án þess að skilja neitt
í neinu teygja dýrin fram liöfuðin
og horfa á þau.
Augu Omega skipta um lit í sí-
fellu. Venjulega eru Jrau ljósblá,
en Jtegar hún horfir á þann, sem
hún elskar, verða þau svört, með
rauðum gneistum, Jtá felur hún
stundum varir sínar bak við blóm.
Omega varð þreytt og leið,
vegna Jtess að hún gat ekki átt
hvert einasta dýr á eyjunni, ást
þess og aðdáun, hún settist í grasið
og grét ákaft. Svo stóð hún upp og
tók að hlaupa, sjúk og friðlaus.
Þá mætti hún svíninu. Hún kraup
á linén og huldi líkama sinn i
löngu, svörtu hárinu, og lnin og
svínið liorfðu hvort á annað.
Ornega var óhamingjusöm. Og
eina tunglskinsnótt settist hún a
bak rándýrs eins og lagði á flótta.
Hún fór yfir hafið, til Ijósgræna
landsins, Jrar sem máninn skín.
Alfa var aleinn eftir.
Dag nokkurn komu börn Omega
til hans, ný kynslóð hafði vaxið
upp á eyjunni, Jjau kölluðu hann
föður. Hann fylltist örvæntingu og
hljóp eftir ströndinni. Himinn og
haf var rautt eins og blóð.
Hann lreyrði skerandi óp °S
greip höndunum fyrir eyrun. Allc
skalf og nötraði, himinn, jörð og
haf og hann varð dauðhræddur.
Rándýrið kom aftur með Omega
á bakinu. Alfa sat á ströndinni og
hún kom til hans. Alfa heyrir nið
síns eigin blóðs fyrir eyrunum-
Hann finnur til afls síns og hann
greiðir Omega banaliögg.
Þegar hann beygir sig yfir han‘l