Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 46
242
EIMREIÐIN
breidd landsins er 1050 kílómetrar. Ekkert land teygir sig lengra
í norður en Grænland. Nyrsti oddi þess, Morris Jessup-höfðinn
er á 83. gráðu og 39. mínútu norðlægrar breiddar en syðsti oddinn,
Hvarf, er á 59. gráðu og 46. mínútu norðlægrar breiddar, eða
nokkru sunnar en Osló. Strönd Grænlands er mjög vogskorin og
er talið, að strandlengja þess sé tæplega 40.000 kílómetrar, en það
samsvarar ummáli jarðar um miðbaug. Landið er mestallt hulið
ísi, nema mjó ræma við ströndina. Gæði þessa lands voru, og eru,
gnægð veiðidýra í sjó og á landi.
Þegar norrænir menn setjast að á Grænlandi hefur þar verið
byggð í tvö þúsund ár að minnsta kosti, og seinustu rannsóknh'
benda til þess, að byggð hafi komið þar allmiklu fyrr, eða um
3000 f. Kr. Það fólk, sem þá byggði Grænland, var í engu frá-
brugðið því fólki, sem þar býr enn, og menning þess og tunga
hefur sennilega í engu verið frábrugðin menningu Eskimóa fraffl
til vorra daga. Þessi forna menning er enn lifandi þáttur í lífi
sumra íbúa Grænlands þótt hún sé víðast liðin undir lok, og
merki hennar sjást víða.
Fornleifafræðingar telja, að fyrstu örugg merki um mannabyggð
á Grænlandi séu frá því um 2000 f. Kr., og jafnvel þúsund áruffl
eldri. Elztu minjarnar finnast, eins og vænta mátti, á Norður-
Grænlandi, í grennd við Thule. Þar er aðeins mjótt sund að fara
yfir á íshafseyjar Kanada, og auðveldar leiðir þar að vetrinum-
Leið fólksins til Grænlands hefur legið frá Alaska og íshafsströnd
Kanada, yfir Thule og þaðan suður með ströndum landsins, bæði
að vestanverðu og austan. Fyrstu íbúar landsins stunduðu hrein-
dýra- og sauðnautaveiðar, og vera má, að þeir hafi elt hjarðirnar
lengra og lengra í austur, þar til ekki varð lengra komizt. Þeir
stunduðu einnig hval- og selveiðar, en ekki í eins ríkum mæli og
síðar varð. Fornleifafræðingar telja sig geta greint mörg menningar-
skeið á Grænlandi, en þau verða hér ekki rakin nema að litlu leyti-
Nýir straumar innflytjenda komu alltaf við og við frá Kanada, og
fluttu þeir með sér ný tæki og nýjar veiðiaðferðir. Þeir, sem fyrir
voru, lærðu af hinum nýkomnu, og aðkomumenn lærðu af fyrri
íbúum. Stundum er þó engu líkara en að mjög lítið samband hafi
verið milli hinna einstöku hópa og menningin þróazt á ólíkan hátt
á hinum ýmsu svæðum. Allir hópamir stunda þó sams konar veiðar.
Hreindýrin voru alltaf mikilvægur liður í efnahagslífinu, og eins
sauðnautin fyrst í stað. Hvalur og selur voru einnig veiddir, en