Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1965, Side 92

Eimreiðin - 01.09.1965, Side 92
288 EIMREIÐIN vitni um fágætan náttúrufræði-fróð- leik, þar sem smátt og smátt, eftir því sem á söguna líður, er talinn upp, með lýsingum og latínunöfnum einn- ig, sægur fagurra eða tilkomumikilla plöntutegunda — ýmsar með lostætum eða forvitnilegum aldinum. — Svo hverfur eyjan aftur fyrir dögun. Við þessa frumlegu jólaævintýris- liugmynd er svo hnýtt annarri, að sínu leyti álíka frumlegri liugmynd (í nú- tímabókmenntum a. m. k.), en ein- staklega alþýðlegri og þjóðlegri (utan bókmenntanna) um sekt og afplánun. Eyjarviðkoman á jólanótt hafði sem sé verið meðal hlunninda fjörujarðar nokkurrar, höfuðbóls í Meðallandinu, en rétt fyrir svartadauða hafði þáver- andi óðalsbóncli þar bakað sér og ætt sinni þá sekt, að jólaeyjan hætti að birtast. En síðan hafði ættin, sem allt- af sat þessa sömu jörð, er smátt og smátt gekk úr sér, alltaf verið að berj- ast við að afplána sektina með sem innilegastri þjónustu við strandmenn. Nú liafði Meldunarstaða-fólk bjargað hundraðasta strandmanninum, og þá kom jólaeyjan aftur, — enda hafði hug- myndin um afplánun og andleg sjón- armið yfirleitt, gagntekið og skírt svo hugarþel bóndans, að hann var bæði meðtækilegur orðinn og verðugur náð- fylltra undra. Sonur hans um tekt var honum vel samstilltur, enda gáfaður, þótt óþroskaður væri að sjálfsögðu. Segir hann söguna. Þeir feðgar fóru út í eyjuna um miðnætti og voru þar næturlangt, ásamt liundi sínum. — Fyrir utan grasafræðilærdóminn, sem mér finnst nú raunar fullmikill, er sagan sögð með 17. aldar einfeldni og einlægleika, sem eimt hefur af sums staðar i landinu til skamms tíma að kalla, og umvefur hana hugðmettuð- um blæ. Annað stílbragð höfundar er það, hvernig hann fléttar saman hið hversdagslega, liið hátíðlega og hið ómögulega, en við þetta verður liið síðasttalda nærri því sem sjálfsagður hlutur. Eg hygg, að þetta hafi höf- undur lært af Selmu Lagerlöf (alger- lega án stælingar) — en mestur snill- ingur og aðalhöfundur slíkra stíl- bragða var Edgar Poe. Það er gaman, þegar höfundar sigla svona, vitandi vits, sinn eigin sjó •— þvert gegn straumi bókmenntatízku yfirstandandi tíma. Sagan er, að mér finnst, smávægi- lega lýtt af smáatriðagöllum, fáeinum, sem sjálfsagt fara fram hjá flestum, þar sem hún ber annars vott um ná- kvæmni og vandvirkni, skrifuð m. a- á ramþjóðlegu, en þó lipru máli, gæti manni dottið í hug að hér sé um að ræða atriði, er höf. hafi skotið inn á síðustu stund. Bókin er prýdd teikningum, er fara ágætlega við söguna. Frágangur prent- smiðju og bókbands yfirleitt prýðileg- ur. Kápuforsíðan glæsileg, stílhrein og hugðmettuð — á jólasögu. — Af hverju er nafns teiknarans ekki getið á bókinni? Sr. Björn O. Björnsson. Nokkrar bækur hafa Eimreiðinni borizt eftir að þetta hefti var fullsett, og verða ritdómar um þær að bíða fyrsta heftis eftir áramótin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.