Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 39
EIMREIÐIN
235
hollvœttur aðeins að hálfu, hverflyndur
oftast um leið?
Þreytt er nú önd min á óði og œtti þess
fegin völ
að hvílast frá lofgerð og Ijóði, frá
Ijúfsárri nautn og kvöl.
Því goðin, sem dyljast oss dimm og dulrœð,
vér finnum vel,
sem Lofn og líf eru grimm og lokkandi
fögur sem Hel.
En gömul nú sögð eru gengin goð fyrir
œtternisstaþa,
aðhyllist framar þau enginn, þau áttu á
svipstund að hrapa.
Ný goð eru tignuð á torgum, þar tekur nú
völd þeirra eeska,
ný miskunn er boðuð i borgum, við bænum
er föl þeirra gœzka.
Mér tál eitt sú tizka er þó, og tómt er
nú lifið og snautt,
hið umliðna ærið var nóg og ást þess fólks,
sem er dautt.
Timanum römm lúta rögn, en mannheimur mitt
i þeim róstum
enn þráir lifdrykkjar ögn úr ástar þverrandi
brjóstum.
En ég segi, hættið því heldur, að hvilast
er betra og gleyma,
bráðum sá barmur er geldur og beizk mjólk
hans hætt að streyma.
En ei skal þér takast að eyða samt allt,
Galílei, þvi viða
fer andrikið, óðsnillm lieiða og orðstir
horfinna tiða.
Ljómi þess mun ekki mást, þess munúðarþokki
skal standa,
minning um æskunnar ást og yndisleik
feigra stranda,