Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 16
Það var sunnudagsmorgunn. Ekki er framorðnara en svo, að það eru dagmál, og stund er því enn þá, þangað til messað verður. Eigi er venja, að nokkur hræða komi svo snemma til litlu sóknarkirkjunnar, en þennan sunnudag ber samt tvö hjú kornung að sitt úr hvorri átt- inni á auða svæðið fyrir framan hana. Þau nema skyndilega staðar, er þau sjá hvort annað, líkt og þau séu steinhissa, verði jafnvel liverft við. Annað þeirra hverfur þá að stóra linditrénu, sem stendur fast við steinvegg, er umlykur kirkju- garðinn, og þegar hún veitir því athygli, að nú, við ísabrot, ber nak- ið og ólaufgað tréð engan skugga, þá laumast hún bak við stofn þess. Á hinu hjúanna verður þá meiri asi en áður, það kastar ekki heldur mæðinni fyrr en fast við linditrés- stofninn. „Góðan dag, Inga,“ sagði piltur- inn og hljóp til hennar, sem í fel- ur fór. „Þú ert snemma á ferð í dag.“ „Já, því er ekki að neita,“ anzar hún og tekur að leiða lionum fyrir sjónir, að svo langt sé til kirkju heiman frá henni, að mamma hennar gæti þess vel, að hún fari nógu snemma af stað, og þannig atvikist Jsað, að hún komi alltaf til kirkju á undan öllum öðrum. Hún er lágmælt og óframfærin og tafsar öðru hverju. Hann telur sig einnig verða að gefa viðhlítandi skýringu á, hvers vegna hann komi svo tímanlega til kirkju, en er mun minna hikandi en hún, enda Jtótt hann kenni líka Vor í kirkjugarðinum V. öðrum um þetta frumlilaup (líkt og hún). Það var einnig löng kirkjusókn frá bænum, þar sem hann var vinnumaður, sagði hann, og húsmóðirin hafði því sent hann af stað fyrir klukkan átta. Henni fannst leitt afspurnar, ef vinnu- fólkið var ekki komið til kirkju, áður en samhringt var. Meðan Jjau útlista þetta, taka þau eftir því í laumi, að bæði eru sveitt og lafmóð, — standa á önd- inni. Þau eru blóðrjóð í framan. Ekki er um að villast, að hvorugt Jteirra hefur fengið að leggja af stað vitund fyrr en vant var, en þau hafa hlaupið eins og lífið lægi við til J^ess að komast á leiðarenda svo fljótt sem auðið yrði. Vinnumaðurinn ungi liugsar með sjálfum sér: „Inga litla hefur hlaupið alla leiðina, Jjar eð hún vill hitta einhvern að máli, áður en tekið er til. En hver skyldi það vera, sem hún þráir að blanda geði við?“ Og hún veltir hins vegar fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.