Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1965, Síða 30

Eimreiðin - 01.09.1965, Síða 30
226 EIMREIÐIN Serbíu. Safn hans a£ þjóðkvæðum Serbo-Croata verður í tuttugu bindum. Serbo-Croation Folk Songs komu út 1951 í Columbia TJni- versity’s Studies in Musicology, útgefin af sjálfum Bela Bartok (1881 —1945). Bartok hafði áður safnað þjóðvísum og lögum í Rúmeníu, Slóvakíu og Ungverjalandi. Die Ungarische Volksmusik (1925) eftir Bartok er enn aðalrit um efnið. Eins og von er hefur Andersson mest- an áhuga á endurtekningum, söng, aðferð og hljóðfæraslætti með söngnum. Endurtekningar eru svo vanalegar í þessum kvæðum, að aðeins fjórir textar eru lausir við þær í S-CFS. Þar eru eigi aðeins tvítekin vísuorð og tvíteknir vísuorðshelmingar — en slíkar tví- tekningar eru mjög algengar í þjóðvísum — heldur eru þarna líka ýmiskonar formblendingar. Við fyrsta álit sýnast þessir formblend- ingar reglulausir, en þegar að er gáð er fjarri því. Til dæmis eru oft tvíteknar fjórar fyrstu eða fjórar síðustu samstöfur vísuorðs, en þaf á eftir er allt vísuorðið endurtekið. Stundum tvítakast sex samstöfur á þennan hátt, stundum koma fyrstu dæmi, sem minna á endurtekn- ingarvísurnar í dansk-íslenzku fornkvæðunum 1, 2/2, 3/3, 4 o. s. frv- (sbr. S-CFS 12 a). í útgáfunum hefur Lord af sparnaðarástæðum tekið aðeins upprunalega textann (ekki tvítekningar) alveg eins og gert er í Danmarks gamle Folkeviser og íslenzkum fornkvæðum■ Endurtekningunum er samt nákvæmlega lýst í neðanmálsgreinuin, og í útgáfu Bartoks af lögunum eru endurtekningarnar prentaðar til betra yfirlits. Söngaðferðin hefur eflaust haft sitt að segja um form og sköpuu kvæðanna þótt Lord virðist ekki hafa tekið eftir því. Einkum hefui honum yfirsést að lýsa því er tveir menn syngja og endurtaka sarna lagið. Þó kemur þetta oft fyrir hjá honum. Þegar svo var, lukkaðist honum að skrifa upp lag og texta áður en hann fór að nota gram®0' fóninn. Þessu lýsir hann sjálfur svo: „Þegar tveir menn sungu og annar maðurinn endurtók nákvæmlega það, sem hinn fyrri hafði sungið, vannst tími til að skrifa hratt vísuorðið, sem sungið var, einkum ef það var ekki of langt, og ei of hratt sungið. Svona syngja þeir í Norður-Albaníu og Albaníu Júgóslava. Stundum endurtók sami maður vísuorðið, en sá háttur var ekki að fornum sið, held® áttu tveir menn að syngja vísuorðið d víxl.“ Lord stendur í þeirrl meiningu, að svo hafi ekki verið kveðið í Finnlandi, en AnderssoU bendir á það, að svo hafi einmitt verið kveðið þar eftir hinni frasg0 lýsingu Porthans með sem allra minnstri breytingu á vísuorðinu 1 heild. Enn er það merkilegt að í Júgóslavíu voru vísuorðin sung111
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.